Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 5
Gæði - Öryggi - Þjónusta Ný DHB-dælulína frá Iron Pump Sérhannaðar til notkunar til sjós Leitið nánari upplýsinga Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is IR O N A 4 Myndauga vélstjórans „Sólin hefur heillað mig, hún er eitthvað sem maður hefur alltaf fyrir augum úti á sjó. Litróf sólarinnar er endalaust og samspil hennar við haf- flötinn. Vatn er líka afar skemmtilegt viðfangsefni. Sama má segja um að fanga augnablikið,“ segir Böðvar Eggertsson, vélstjóri og áhugaljósmyndari. Tengsl sjóveiki og slysa til sjós „Ef lækna á mann af sjóveiki, verður að taka hann frá borði og setja hann í land. Það er í raun eina lækningin. Í stuttu máli má segja að sjóveiki sé svar náttúrulega frískra einstaklinga við sjúku umhverfi.“ Þetta segir Hannes Petersen, læknir, m.a. í athyglis- verðu viðtali við Ægi. Fiskurinn kortlagður með tilliti til gæða o.fl. „Það sem er nýtt í þessu verkefni er að við erum að nota staðsetningar- kerfi Við erum að reyna að kortleggja hafsvæðið í kringum Ísland með tilliti til nýtingar á fiskinum, galla o.s.frv. Þá rannsökum við samhengi á milli holdafarstuðuls og annarra náttúrulegra breyta á vinnslugæðum,“ segir Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja hf., um stórmerkilegt rannsóknaverkefni sem Rf vinnur að með Samherja og fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum. Sjávarfiskaeldið er framtíðin „Við höfum trú á því að sjávarfiskaeldi, fyrst og fremst þorskeldi, geti orðið framtíðaratvinnugrein á Íslandi. Rf hefur tekið þá ákvörðun að efla rannsóknir á þessu sviði. Við ætlum að auka þekkingu á erfðafræði, hvaða áhrif hefur erfðagrunnurinn á vöxt án þess að komi niður á hold- gæðum, auk samspils erfða og umhverfis,“ segir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri á Rf og lektor við Háskólann á Akureyri. Háskalegasti atburður þorskastríðanna „Vissulega hafði ég heyrt af þessu atviki, en aldrei gert mér grein fyr- ir alvarleika málsins og að þarna mátti engu muna að skipið færi nið- ur og 21 Íslendingi yrði búin vot gröf. Þetta var langsamlega háska- legasti atburðurinn sem varð í öllum þremur þorskastríðum og þarna voru skipverjar á Tý að horfast í augu við dauðann,“ segir Óttar Sveinsson, rithöfundur, í samtali við Ægi, um nýjustu Útkalls-bók sína, þar sem fjallað er um ásiglingar freigátunnar Falmouth á Tý að kvöldi 6. maí 1976. Eðliseiginleikar eldisþorsks eru frábrugðnir villtum þorski Ljóst er að áferðar- og eðliseiginleikar eldisþorsks eru frábrugðnir villtum þorski. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Soffíu Völu Tryggvadóttur, sérfræð- ings á rannsóknasviði Rf. „Óeðlileg stækkun á lifur sást hjá eldisþorskinum, þá sérstaklega hjá áframeldisþorskinum. Þrátt fyrir mikinn fitumun í fóðri áframeldiþorsksins hafði það ekki veruleg áhrif á lifrarstuðulinn (þyngd lifrar sem hlutfall af heildarþunga),“ segir Soffía Vala m.a. í greininni. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461 5135 GSM: 898 4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2004 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Forsíðumyndina tók Böðvar Eggertsson, vélstjóri á Harðbaki og áhugaljósmyndari. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 13 24 30 29 28 35 aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:39 Page 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.