Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2004, Page 5

Ægir - 01.11.2004, Page 5
Gæði - Öryggi - Þjónusta Ný DHB-dælulína frá Iron Pump Sérhannaðar til notkunar til sjós Leitið nánari upplýsinga Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is IR O N A 4 Myndauga vélstjórans „Sólin hefur heillað mig, hún er eitthvað sem maður hefur alltaf fyrir augum úti á sjó. Litróf sólarinnar er endalaust og samspil hennar við haf- flötinn. Vatn er líka afar skemmtilegt viðfangsefni. Sama má segja um að fanga augnablikið,“ segir Böðvar Eggertsson, vélstjóri og áhugaljósmyndari. Tengsl sjóveiki og slysa til sjós „Ef lækna á mann af sjóveiki, verður að taka hann frá borði og setja hann í land. Það er í raun eina lækningin. Í stuttu máli má segja að sjóveiki sé svar náttúrulega frískra einstaklinga við sjúku umhverfi.“ Þetta segir Hannes Petersen, læknir, m.a. í athyglis- verðu viðtali við Ægi. Fiskurinn kortlagður með tilliti til gæða o.fl. „Það sem er nýtt í þessu verkefni er að við erum að nota staðsetningar- kerfi Við erum að reyna að kortleggja hafsvæðið í kringum Ísland með tilliti til nýtingar á fiskinum, galla o.s.frv. Þá rannsökum við samhengi á milli holdafarstuðuls og annarra náttúrulegra breyta á vinnslugæðum,“ segir Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja hf., um stórmerkilegt rannsóknaverkefni sem Rf vinnur að með Samherja og fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum. Sjávarfiskaeldið er framtíðin „Við höfum trú á því að sjávarfiskaeldi, fyrst og fremst þorskeldi, geti orðið framtíðaratvinnugrein á Íslandi. Rf hefur tekið þá ákvörðun að efla rannsóknir á þessu sviði. Við ætlum að auka þekkingu á erfðafræði, hvaða áhrif hefur erfðagrunnurinn á vöxt án þess að komi niður á hold- gæðum, auk samspils erfða og umhverfis,“ segir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri á Rf og lektor við Háskólann á Akureyri. Háskalegasti atburður þorskastríðanna „Vissulega hafði ég heyrt af þessu atviki, en aldrei gert mér grein fyr- ir alvarleika málsins og að þarna mátti engu muna að skipið færi nið- ur og 21 Íslendingi yrði búin vot gröf. Þetta var langsamlega háska- legasti atburðurinn sem varð í öllum þremur þorskastríðum og þarna voru skipverjar á Tý að horfast í augu við dauðann,“ segir Óttar Sveinsson, rithöfundur, í samtali við Ægi, um nýjustu Útkalls-bók sína, þar sem fjallað er um ásiglingar freigátunnar Falmouth á Tý að kvöldi 6. maí 1976. Eðliseiginleikar eldisþorsks eru frábrugðnir villtum þorski Ljóst er að áferðar- og eðliseiginleikar eldisþorsks eru frábrugðnir villtum þorski. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Soffíu Völu Tryggvadóttur, sérfræð- ings á rannsóknasviði Rf. „Óeðlileg stækkun á lifur sást hjá eldisþorskinum, þá sérstaklega hjá áframeldisþorskinum. Þrátt fyrir mikinn fitumun í fóðri áframeldiþorsksins hafði það ekki veruleg áhrif á lifrarstuðulinn (þyngd lifrar sem hlutfall af heildarþunga),“ segir Soffía Vala m.a. í greininni. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461 5135 GSM: 898 4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2004 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Forsíðumyndina tók Böðvar Eggertsson, vélstjóri á Harðbaki og áhugaljósmyndari. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 13 24 30 29 28 35 aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:39 Page 5

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.