Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 15
15 B RY G G J U S P J A L L I Ð segist hann telja sinn helsta kost varðandi starfið að taka það hæfi- lega alvarlega. „Maður þarf að vera hæfilega kærulaus gagnvart þessu, en jafnframt verður maður að hafa til að bera þann hæfileika að geta ráðið fram úr hlutunum á yfirvegaðan hátt. Það eru alltaf einhverjir óvæntir hlutir að koma upp úti á sjó og þá er mikilvægt að leysa úr málum fljótt og ör- ugglega. Það hefur komið fyrir að það hafi slökknað á öllu úti á ballarhafi og þá er mikilvægast af öllu að halda ró sinni og taka sér þann tíma sem maður þarf til þess að leysa úr hlutunum. Eitt tilvik er mér minnisstæðar en annað. Það var 1994 í maí, þá vorum við staddir út á Hamp- iðjutorgi svokölluðu, ég var upp á dekki og tók eftir að ljósin fóru að dofna í sömu mund og það dró af aðalvélum. Svartur reykur steig upp frá skorsteini fyrir aðalvél 1. Ég hraðaði mér niður í vélarrúm og gerði ráðstafanir til að láta hífa trollið. Var svo gengið í að finna hvað var að. Kom í ljós að vélin gekk ekki á einum strokk. Þar sem eru tvær aðalvélar í skipinu kom það sér vel núna. Gátum við lónað á hinni vélinni meðan við tókum strokklokið af þeim strokk sem var óvirkur. Kom þá í ljós að einn ventill var brotinn og brotið kirfilega fast í stimplinum á brún hans svo að stífinn hafði skemmst. Varð úr að skipta um stimpil sem og setja á vara strokklok. Tók verkið í heild um 6 klukkustundir og að því loknu var veiðum haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist, en ef við hefðum þurft að fara í land hefði það tekið rúman sólarhring. Ekki þótti mér þetta vera stór- mál, en útundan mér heyrði ég að þetta væri nú ekki alvanalegt á fiskiskipum, en ég hef lent í svona uppákomum nokkrum sinnum á fraktskipum þegar ég var á þeim.“ Böðvar segir Harðbak gott skip. „Það þarf varla að ræða það, ég held að það hafi enginn vél- stjóri verið jafn lengi á þessu skipi og ég. Það hlýtur að segja einhverja sögu. Ég tel mig þekkja þetta skip mjög vel eftir öll þessi ár. Þetta er gott sjóskip, ekki síst eftir að andveltitankur var settur á það. Á minna skipi gæti ég ekki hugsað mér að starfa. Minni skip- in fara yfirleitt ekki eins vel með mann og stærri skipin.“ Nýir möguleikar með stafrænu tækninni Sem fyrr segir hefur Böðvar mik- inn áhuga á ljósmyndun og hann tekur mikið af skemmtilegum myndum. „Það má segja að ljós- myndunin sé afsprengi af tölvu- grúski. Ég er í ávaxtadeildinni,“ segir Böðvar og brosir, en þar vís- ar hann til þess að hann notar ein- göngu Apple tölvur. „Tölvu- grúskið er áhugamál mitt númer eitt, það kom í framhaldi af því ég hóf störf hér á Harðbaki. Við vinnum mikið með gagnagrunns- forrit og inn í það hef ég smíðað ýmislegt, t.d. áhafnarskráningu.“ Fyrir hálfu öðru ári fékk Böðvar sér góða stafræna myndavél og þá var ekki aftursnúið. Böðvar segir að með stafrænu tækninni hafi sér opnast nýr heimur, loksins hafi hann getað komið þeim römmum sem hann sá víða á framfæri og sýnt öðrum. Hægt er að skoða hluta af myndum hans á heima- síðunni www.photohouse.is. „Ég hafði fengist aðeins við þetta áður, en mikill filmu- og framköllunarkostnaður dró þó töluvert úr. Stafræna tæknin gerir hins vegar það að verkum að maður getur tekið ógrynni af myndum án þess að horfa í þenn- an kostnaðarþátt. Maður er alltaf með augun opin. Frá því ég fór út í stafrænu tæknina hef ég verið að leita að mínum vettvangi í ljós- mynduninni. Sólin hefur heillað mig, hún er eitthvað sem maður hefur alltaf fyrir augum úti á sjó. Litróf sólarinnar er endalaust og samspil hennar við hafflötinn. Vatn er líka afar skemmtilegt við- fangsefni. Sama má segja um að fanga augnablikið. Stundum fer maður eitthvert út í náttúruna til þess að mynda, en kemur kannski ekki heim með eina einustu mynd eða dettur í lukkupottinn og sér myndaefni sem maður verður dáleiddur af. En þegar maður er á ferðinni, er myndavél- in aldrei langt undan, því það er aldrei að vita hvenær maður sér eitthvað áhugavert. Mótífin skap- ast allt í einu. Ljósmyndun snýst ekki um hversu góða myndavél maður á, hún snýst um það sem maður sér í gegnum linsuna og nær að raða upp í myndaramman- um,“ segir vélstjórinn og ljós- myndaáhugamaðurinn Böðvar Eggertsson. Böðvar Eggertsson, yfirvél- stjóri á Harðbaki EA og ljósmyndaáhugamaður. Kettir á góðum degi. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.