Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 29

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 29
29 F I S K E L D I „Það er mín óska framtíðarsýn að fisk- eldið geti orðið stór- iðja framtíðarinnar á landsbyggðinni, t.d. hér á Akureyri,“ sagði Rannveg Björnsdóttir, deildarstjóri fiskeldis- deildar Rf og lektor við auðlindadeild Há- skólans á Akureyri, á ráðstefnu Rf um mat- vælarannsóknir á Norðurlandi þann 23. nóvember sl. Rannveig sagði að töluvert hafi verið fengist við rannsóknir á þorskinum að undanförnu sem eldisfiski. „Ef við skoðum það sem má kalla meginvandamál í eldi á þorski, þá er það í fyrsta lagi léleg afkoma á fyrstu stigum eldisins, í öðru lagi hefur van- sköpun á þorski sem verið er að klekja og ala verið meiri en í öðr- um tegundum sem við höfum verið að vinna með, t.d. lúðu. Ótímabær kynþroski er líka mjög mikið vandamál. Í fjórða lagi er hár framleiðslukostnaður ákveðið vandamál,“ nefndi Rannveig. Mörg rannsóknaverkefni í gangi Rannveig sagði að nú væri unnið að ýmsum rannsóknaverkefnum í þorskeldinu. Meðal annars væri horft á ákveðna þætti varðandi fyrstu stig eldisins. Einnig væri í gangi rannsóknaverkefni er lúta að fóðruninni, enda væri fram- leiðslukostnaður of hár miðað við það fóður sem væri verið að nota í dag. Þess vegna sé brýnt að finna hagstæðustu leiðir til þess að lækka kostnað við þennan þátt. „Ein helsta ástæðan fyrir háum fóðurkostnaði er að við erum að nota hágæða fiskimjöl í fóðrið, sem kostar mjög mikið. Við þurf- um að rannsaka nákvæmlega hvað þorskurinn þarf og við nýtum okkur í þeim efnum reynsluna úr laxeldinu. Ef til vill erum að við að gefa þorskinum of próteinríkt fóður fyrir hans þarfir. Það vitum við ekki og viljum fá svör við þeirri spurningu. Með öðrum orð- um, við viljum skoða ofan í kjöl- inn hvort við getum skipt út ein- hverjum þáttum í fóðrinu í stað- inn fyrir ódýrari hráefni.“ Þessi fóðurverkefni sagði Rannveig að hefði að markmiði að lækka fóð- urkostnaðinn um 10-20%. „Þar sem fóðurkostnaður er 50-60% af framleiðslukostnaði í þorskeldi, þá þýðir þetta 5-10% lækkun á framleiðslukostnaði,“ segir Rann- veig. Hún sagði að fóðurrann- sóknirnar væru mjög fjölþættar, t.d. væri sérstaklega horft til mis- munandi próteinþarfar, annars vegar hjá ungviði og hins vegar hjá stærri eldisþorski. Í þessu sambandi er einn þáttur rannsóknanna sem lýtur beint að mögulegri notkun ódýrari próteina í staðinn fyrir hágæða prótein í fiskimjölinu. Markmið- ið með þessari rannsókn er að lækka mögulega fóðurkostnaðinn um fimm af hundraði Rannveig nefndi einnig að unnið væri að verkefninu „Fram- tíðarþorskur“, sem hefur það að markmiði að „taka praktísk vandamál, aðallega á áframeldis- þorski, og þróa gæðamatskerfi og móta skýrar vinnureglur í öllu ferlinu.“ Höfum trú á sjávarfiskaeldi „Við höfum trú á því að sjávar- fiskaeldi, fyrst og fremst þorsk- eldi, geti orðið framtíðaratvinnu- grein á Íslandi. Rf hefur tekið þá ákvörðun að efla rannsóknir á þessu sviði. Í því skyni réðum við nýlega sérfræðing í lífeðlisfræði fiska til Ísafjarðar. Við ætlum að auka þekkingu á erfðafræði, hvaða áhrif hefur erfðagrunnurinn á vöxt án þess að komi niður á holdgæðum, auk samspils erfða og umhverfis. Við viljum auka þekkingu á lífeðlisfræði þorsks- ins, samspili sjókvíaeldis og um- hverfis, hvort eldið sé að menga umhverfið og síðast en ekki síst að auka þekkingu á atferli þorsks- ins í eldi,“ segir Rannveig Björnsdóttir. Rannveig Björnsdóttir, lektor við HA og deildarstjóri á Rf: Fiskeldið gæti orðið stóriðja á landsbyggðinni aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.