Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 39

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 39
39 E L D I S Þ O R S K U R - V I L LT U R Þ O R S K U R áframeldisþorsks aukast með lengri eldistíma. Gæðaskalinn sem dæmt var eftir er skilgreind- ur á eftirfarand hátt: 5 = ágætt, 4 = gott, 3 = sæmilegt, 2 = var- hugavert og 1 = ónýtt. Eftir 19 mánaða eldi eru flökin metin ágæt og fá um 5 fyrir gæði og lækka niður í 4 fyrir gæði eftir roðflettninguna. Það hafði ekki áhrif á gæði þorsksins sem var al- inn í 19 mánuði hvort hann var geymdur í ís í 4 daga eða 6 daga. Þorskurinn sem var alinn í 9 mánuði fær gæðamatið gott eða rúmlega 4 í einkunn og fer niður í um 3.5 eftir roðflettingu og lengd geymslu í ís skiptir þar ekki máli. Áframeldisþorskurinn, sem var alinn í 7 mánuði var met- inn á svipaðan hátt í gæðum og 9 mánaða fiskurinn, en virðist þola síður geymslu í ís því eftir 6 daga í ís skerðast gæðin talsvert frá því sem var eftir 4 daga í ís. Eftir 7 mánaða eldi virðist þorskurinn einnig þola síður roðflettingu þar sem flökin eftir roðflettingu eru komin niður fyrir einkunnina 3 sem teljast einungis sæmileg gæði í gæðamatinu. Niðurstöður úr skynmati (mynd 4) á soðnum eldisþorski sýna að eldisþorskurinn, bæði áframeldis- og aleldisþorskur, er marktækt stinnari, þurrari og seigari en villtur þorskur. Í skyn- mati reyndist ekki vera marktæk- ur munur á áferðarmati innbyrðis milli mismunandi fóðurhópa né marktækur munur á áferðarmati fyrir og eftir sjö vikna niðurfóðr- un. Aleldisþorskurinn hafði til- Niðurstöður úr skynmati á soðnum eldisþorski sýna að eldisþorskurinn, bæði áframeldis- og aleldisþorskur, er marktækt stinnari, þurrari og seigari en villtur þorskur. Í skynmati reyndist ekki vera marktækur munur á áferð- armati innbyrðis milli mismunandi fóðurhópa né marktækur munur á áferðarmati fyrir og eftir sjö vikna niður- fóðrun Fóðursýni Prótein % Fita % Vatn % Salt % Aska % Kolvetni ( %) Orka MJ/kg Steinbítsafskurður 14,9 2,1 82,6 0,1 0,7 0 3,14 Loðna 13,8 6,6 76,9 0,6 2,1 0 4,47 Síld hausuð og slægð 18,0 11,5 68,8 0,6 1,9 0 6,79 Þurrfóður 15/56 56,0 15,0 10,0 10,0 11,5 15,8 Tafla 1. Næringarefnainnihald og orka í blautfóðri sem gefið var í áframeldinu og næringarinnihald þurrfóðurs sem gefið var í aleldinu. Sjókví: Veiðiaðferð og eldistími: A1 þorskur veiddur í dragnót, í eldi frá ágúst 2003 (7 mánaða eldistími). A2 þorskur veiddur í dragnót, í eldi frá ágúst 2002 (19 mánaða eldistími). A4 þorskur veiddur á línu, í eldi frá júní 2003 (9 mánaða eldistími). Tafla 2. Tilraunahópar af áframeldisfiski, sem var alinn í sjókvíum hjá Hraðfrysti- húsinu Gunnvöru aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.