Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 39
39
E L D I S Þ O R S K U R - V I L LT U R Þ O R S K U R
áframeldisþorsks aukast með
lengri eldistíma. Gæðaskalinn
sem dæmt var eftir er skilgreind-
ur á eftirfarand hátt: 5 = ágætt, 4
= gott, 3 = sæmilegt, 2 = var-
hugavert og 1 = ónýtt. Eftir 19
mánaða eldi eru flökin metin
ágæt og fá um 5 fyrir gæði og
lækka niður í 4 fyrir gæði eftir
roðflettninguna. Það hafði ekki
áhrif á gæði þorsksins sem var al-
inn í 19 mánuði hvort hann var
geymdur í ís í 4 daga eða 6 daga.
Þorskurinn sem var alinn í 9
mánuði fær gæðamatið gott eða
rúmlega 4 í einkunn og fer niður
í um 3.5 eftir roðflettingu og
lengd geymslu í ís skiptir þar
ekki máli. Áframeldisþorskurinn,
sem var alinn í 7 mánuði var met-
inn á svipaðan hátt í gæðum og 9
mánaða fiskurinn, en virðist þola
síður geymslu í ís því eftir 6 daga
í ís skerðast gæðin talsvert frá því
sem var eftir 4 daga í ís. Eftir 7
mánaða eldi virðist þorskurinn
einnig þola síður roðflettingu þar
sem flökin eftir roðflettingu eru
komin niður fyrir einkunnina 3
sem teljast einungis sæmileg
gæði í gæðamatinu.
Niðurstöður úr skynmati
(mynd 4) á soðnum eldisþorski
sýna að eldisþorskurinn, bæði
áframeldis- og aleldisþorskur, er
marktækt stinnari, þurrari og
seigari en villtur þorskur. Í skyn-
mati reyndist ekki vera marktæk-
ur munur á áferðarmati innbyrðis
milli mismunandi fóðurhópa né
marktækur munur á áferðarmati
fyrir og eftir sjö vikna niðurfóðr-
un. Aleldisþorskurinn hafði til-
Niðurstöður úr skynmati á soðnum eldisþorski sýna að eldisþorskurinn, bæði áframeldis- og aleldisþorskur, er
marktækt stinnari, þurrari og seigari en villtur þorskur. Í skynmati reyndist ekki vera marktækur munur á áferð-
armati innbyrðis milli mismunandi fóðurhópa né marktækur munur á áferðarmati fyrir og eftir sjö vikna niður-
fóðrun
Fóðursýni Prótein % Fita % Vatn % Salt % Aska % Kolvetni ( %) Orka MJ/kg
Steinbítsafskurður 14,9 2,1 82,6 0,1 0,7 0 3,14
Loðna 13,8 6,6 76,9 0,6 2,1 0 4,47
Síld hausuð og slægð 18,0 11,5 68,8 0,6 1,9 0 6,79
Þurrfóður 15/56 56,0 15,0 10,0 10,0 11,5 15,8
Tafla 1. Næringarefnainnihald og orka í blautfóðri sem gefið var í áframeldinu og næringarinnihald þurrfóðurs sem gefið var í
aleldinu.
Sjókví: Veiðiaðferð og eldistími:
A1 þorskur veiddur í dragnót, í eldi frá ágúst 2003 (7 mánaða eldistími).
A2 þorskur veiddur í dragnót, í eldi frá ágúst 2002 (19 mánaða eldistími).
A4 þorskur veiddur á línu, í eldi frá júní 2003 (9 mánaða eldistími).
Tafla 2. Tilraunahópar af áframeldisfiski, sem var alinn í sjókvíum hjá Hraðfrysti-
húsinu Gunnvöru
aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 39