Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 49

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 49
49 F I S K I S K I PA F L O T I N N Björg Jónsdóttir ÞH 321 leysir af hólmi gömlu Björgu Jónsdótt- ur, sem nú heitir Bjarni Sveins- son. Bjarni Aðalgeirsson, fram- kvæmdastjóri Langaness, sem gerir út bæði þessi skip, segir að Bjarni Sveinsson sé á söluskrá. Langanes hf. er að stærstum hluta í eigu Bjarna Aðalgeirssonar og fjölskyldu, en Síldarvinnslan hf. á 37% hlut í fyrirtækinu. Búið flakafrystingu „Þetta nýja skip er búið flaka- frystingu og við eigum að geta fullunnið allt að 80 tonn af afurð- um á sólarhring. Með tilkomu þessa skips munum við geta há- markað nýtingu okkar veiðiheim- ilda. Skipið er búið aflmikilli vél og spilum og hægt er að beita því á flottroll, sem ekki var mögulegt að gera með gamla skipið. Við teljum að við munum í það minnsta tvöfalda aflaverðmæti úr okkar uppsjávarkvóta með nýja skipinu. Auk þess að flaka um borð höfum við möguleika á að frysta loðnu í skipinu og gert þannig mun meira verðmæti úr hráefninu.“ Tæplega þrjátíu ára - en óvenju vel með farið skip Björg Jónsdóttir ÞH 32 er smíð- uð árið 1975 í Flekkefjord í Nor- egi, en áður hét skipið Birkeland. Langanes hf. keypti skipið frá Noregi sl. vetur og fór það síðan í viðamiklar breytingar í Gdynia í Póllandi. Skipið er rúmlega 70 metrar að lengd og 12 metra breitt og ber um 900 tonn í 6 RWS tönkum og 400 tonn af frystum afurðum. Bjarni segir að skrokkur skips- ins sé í mjög góðu standi, en helming síns líftíma hefur það þjónað norsku strandgæslunni. „Í Gdynia var sett ný aðalvél í skip- ið, ásrafall, skrúfa, togspil, ný brú og lestar voru sandblásnar, þannig að þær geta verið bæði gúanó- og frystilestar. Í skipinu er líka ýmis nýr búnaður, t.d. nýr nótaniður- leggjari, nýr dekkkrani o.fl. Eftir breytingarnar í Gdynia er skipið gjörbreytt og öflugra.“ Stærsta skipið í flota Húsvíkinga Síðustu árin hefur útgerð skipsins fyrst og fremst keypt hráefni og unnið um borð. „Þess vegna er skipið mjög vel með farið, í mjög góðu ásigkomulagi miðað við aldur,“ segir Bjarni, en Björg Jónsdóttir ÞH 321 er stærsta fiskiskipið í flota Húsvíkinga Skipstjórar Bjargar Jónsdóttur eru Aðalgeir og Sigurður Bjarna- synir, synir Bjarna. Þriðji bróðir- inn, Bergþór, er útgerðarstjóri Langaness. Brynjar Freyr Jónsson er stýrimaður á nýju Björginni en Baldur Sigurgeirsson og Eiður Pétursson eru yfirvélstjórar. Í áhöfn eru að jafnaði fjórtán menn, þegar skipið er á nóta- og trollveiðum, en Bjarni reiknar með átján til tuttugu manna áhöfn þegar skipið verður í vinnslu um borð. Bróðurpartur áhafnarinnar er frá Húsavík. Nýjasta skipið í fiskiskipaflota landsmanna er fjölveiðiskipið Björg Jónsdóttir ÞH: Teljum okkur geta tvöfaldað afla- verðmæti úr okkar uppsjávarkvóta - segir Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarmaður á Húsavík Björg Jónsdóttir ÞH-321 var smíðuð í Noregi árið 1975. Skipið ber þennan aldur vel og er mjög vel með farið og öflugt í alla staði. Mynd: Jóhannes Sigurjónsson/Húsavík. Glæsilegt fjölveiðiskip hefur bæst við flota landsmanna - Björg Jóns- dóttir ÞH 321 - með heimahöfn á Húsavík. Útgerðarmaður skipsins seg- ir að með þessum kaupum verði unnt að stórauka verðmæti aflaheim- ilda Langaness hf., útgerðarfélags skipsins aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:41 Page 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.