Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2004, Side 49

Ægir - 01.11.2004, Side 49
49 F I S K I S K I PA F L O T I N N Björg Jónsdóttir ÞH 321 leysir af hólmi gömlu Björgu Jónsdótt- ur, sem nú heitir Bjarni Sveins- son. Bjarni Aðalgeirsson, fram- kvæmdastjóri Langaness, sem gerir út bæði þessi skip, segir að Bjarni Sveinsson sé á söluskrá. Langanes hf. er að stærstum hluta í eigu Bjarna Aðalgeirssonar og fjölskyldu, en Síldarvinnslan hf. á 37% hlut í fyrirtækinu. Búið flakafrystingu „Þetta nýja skip er búið flaka- frystingu og við eigum að geta fullunnið allt að 80 tonn af afurð- um á sólarhring. Með tilkomu þessa skips munum við geta há- markað nýtingu okkar veiðiheim- ilda. Skipið er búið aflmikilli vél og spilum og hægt er að beita því á flottroll, sem ekki var mögulegt að gera með gamla skipið. Við teljum að við munum í það minnsta tvöfalda aflaverðmæti úr okkar uppsjávarkvóta með nýja skipinu. Auk þess að flaka um borð höfum við möguleika á að frysta loðnu í skipinu og gert þannig mun meira verðmæti úr hráefninu.“ Tæplega þrjátíu ára - en óvenju vel með farið skip Björg Jónsdóttir ÞH 32 er smíð- uð árið 1975 í Flekkefjord í Nor- egi, en áður hét skipið Birkeland. Langanes hf. keypti skipið frá Noregi sl. vetur og fór það síðan í viðamiklar breytingar í Gdynia í Póllandi. Skipið er rúmlega 70 metrar að lengd og 12 metra breitt og ber um 900 tonn í 6 RWS tönkum og 400 tonn af frystum afurðum. Bjarni segir að skrokkur skips- ins sé í mjög góðu standi, en helming síns líftíma hefur það þjónað norsku strandgæslunni. „Í Gdynia var sett ný aðalvél í skip- ið, ásrafall, skrúfa, togspil, ný brú og lestar voru sandblásnar, þannig að þær geta verið bæði gúanó- og frystilestar. Í skipinu er líka ýmis nýr búnaður, t.d. nýr nótaniður- leggjari, nýr dekkkrani o.fl. Eftir breytingarnar í Gdynia er skipið gjörbreytt og öflugra.“ Stærsta skipið í flota Húsvíkinga Síðustu árin hefur útgerð skipsins fyrst og fremst keypt hráefni og unnið um borð. „Þess vegna er skipið mjög vel með farið, í mjög góðu ásigkomulagi miðað við aldur,“ segir Bjarni, en Björg Jónsdóttir ÞH 321 er stærsta fiskiskipið í flota Húsvíkinga Skipstjórar Bjargar Jónsdóttur eru Aðalgeir og Sigurður Bjarna- synir, synir Bjarna. Þriðji bróðir- inn, Bergþór, er útgerðarstjóri Langaness. Brynjar Freyr Jónsson er stýrimaður á nýju Björginni en Baldur Sigurgeirsson og Eiður Pétursson eru yfirvélstjórar. Í áhöfn eru að jafnaði fjórtán menn, þegar skipið er á nóta- og trollveiðum, en Bjarni reiknar með átján til tuttugu manna áhöfn þegar skipið verður í vinnslu um borð. Bróðurpartur áhafnarinnar er frá Húsavík. Nýjasta skipið í fiskiskipaflota landsmanna er fjölveiðiskipið Björg Jónsdóttir ÞH: Teljum okkur geta tvöfaldað afla- verðmæti úr okkar uppsjávarkvóta - segir Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarmaður á Húsavík Björg Jónsdóttir ÞH-321 var smíðuð í Noregi árið 1975. Skipið ber þennan aldur vel og er mjög vel með farið og öflugt í alla staði. Mynd: Jóhannes Sigurjónsson/Húsavík. Glæsilegt fjölveiðiskip hefur bæst við flota landsmanna - Björg Jóns- dóttir ÞH 321 - með heimahöfn á Húsavík. Útgerðarmaður skipsins seg- ir að með þessum kaupum verði unnt að stórauka verðmæti aflaheim- ilda Langaness hf., útgerðarfélags skipsins aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:41 Page 49

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.