Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 30
30
S J Á VA R Ú T V E G S S A G A N
,,Barátta Íslendinga
fyrir útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar var
mjög átakamikil. En
það virðist samt ætla
að fenna í sporin á
ekki ýkja löngum
tíma. Í umfjöllun
gagnrýnanda Morg-
unblaðsins á dögun-
um sagði að þessi bók
væri mjög þörf upp-
rifjum og það tel ég
vissulega rétt,“ segir
Óttar Sveinsson
blaðamaður.
Út er komin bókin Útkall -
Týr er sökkva, en þar segir frá
sögufrægum ásiglingum freigát-
unnar Falmouth á varðskipið Tý á
Hvalbaksmiðunum fyrir austan
land í maí 1976. Þetta er ellefta
Útkallsbók Óttars, allar hafa þær
verið í efstu sætum metsölulista
hvert einasta ár og fengið góða
dóma - enda frásagnirnar
æsispennandi og dagsannar. Þessi
nýjasta bók er rúmlega 200 blað-
síður og gefin út af Útkalli ehf.
Horfðust í augu við dauðann
Fyrsta Útkallsbók Óttars Sveins-
sonar kom út árið 1994 og fjall-
aði um sögulegustu leiðangra
þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar
og hét Útkall Alfa TF-SIF. Síðari
árin hefur höfundurinn hinsvegar
róið á fleiri mið. Árið 2001 kom
bókin Útkall í Djúpinu sem fjall-
aði um ofsaveðrið mikla í Ísafjarð-
ardjúpi í febrúar 1968. Útkall -
Geysir er horfin var gefin út ári
síðar og Árás á Goðafoss kom í
fyrra.
„Ég var lengi búinn að hafa
þorskastríðin í huga, nota atvik
úr þeim sem efnivið í bók. Þóttist
vita að þarna hlytu að vera at-
burðir, sem þyrfti að upplýsa.
Þegar ég fór að kanna þorskastríð-
in með þetta í huga hnaut ég
strax um tvær mjög grófar ásigl-
ingar freigátunnar Falmouth á Tý
að kvöldi 6. maí 1976. Vissulega
hafði ég heyrt af þessu atviki, en
aldrei gert mér grein fyrir alvar-
leika málsins og að þarna mátti
engu muna að skipið færi niður
og 21 Íslendingi yrði búin vot
gröf. Þetta var langsamlega
háskalegastti atburðurinn sem
varð í öllum þremur þorskastríð-
um og þarna voru skipverjar á Tý
að horfast í augu við dauðann,“
sagði Óttar í samtali við Ægi.
Á vordögum 1976 var mikil
harka hlaupin í þorskastríðið.
Bretar höfðu á þessum tíma, að
sögn Óttars, gert sér ljóst að
stríðið var að tapast. Sjóliðarnir í
flota hennar hátignar höfðu á
margan hátt ekki roð í íslensku
varðskipsmennina sem sýndu
mikið þolgæði og herkænsku.
Varðskipin voru vakrari og eftir
því sterkbyggðari en freigáturnar
- þótt stærðarmunur væri marg-
faldur. Í sumum ásiglingum frei-
gátanna á varðskipin rifnuðu síð-
ur þeirra upp, einsog rist væri
sardínudós. Togvíraklippurnar
frægu voru sömuleiðis tromp á
hendi Íslendinga og höfðu ærna
hernaðarlega þýðingu.
Og það var einmitt þegar Týr
var að leitast við að klippa á
vörpu breska Grimsbytogarans
Carlisle, sem skipherrann á
Falmouth lét til skarar skríða.
Ásiglingarnar voru tvær, sem fyrr
segir, og urðu skemmdir á báðum
skipunum gríðarlegar.
Frásögn Bretanna mikilvæg
Óttar Sveinsson hóf vinnu við rit-
un þessarar bókar snemma á þessu
ári með því að taka viðtöl við ís-
lenska varðskipsmenn sem og Óla
Tynes, en hann var um borð í
Falmouth sem blaðamaður Vísis
þegar ásiglingarnar á Tý voru
gerðar.
„Viðtölin við varðskipsmennina
eru mér mjög eftirminnileg.
Guðmundur Kjærnested viður-
kennir það í bókinni fyrsta sinni
að hann átti allt eins von á að Týr
færi niður, enda var skipið komið
75 gráður á hliðina og herskipið
að gera gat á síðu Týs,“ segir Ótt-
ar
Höfundurinn taldi einnig
skipta miklu að ná sambandi við
sjóliðana á Falmouth til að frá-
sögn hans yrði raunsönn. „Það
reyndist hinsvegar þraut að finna
einhvern úr þeim hópi; ég hafði í
fyrstu engan punkt til að rekja
mig út frá. Með aðstoð breskra
blaðamanna og gamalla kappa í
flotastöðinni í Portsmouth á suð-
urströnd Englands fór boltinn
hinsvegar að rúlla og ég náði við-
tölum við fjóra af yfirmönnum
skipsins og fór til Bretlands til að
hitta þá,“ segir Óttar.
Við ritun þessar bókar átti Ótt-
ar gott samstarf við dr. Guðna
Th. Jóhannesson sagnfræðing,
sem er sá íslenskur fræðimaður
sem gerst og ítarlegast hefur
rannsakað sögu þorskastríðanna
og vinnur nú að því að rita heild-
stæða sögu þeirra. Gerald Plumer,
skipherra á Falmouth, lést árið
2002 en ári áður hafði Guðni tek-
ið við hann viðtal um þennan at-
burð. Að því fékk Óttar aðgang -
og gat fellt inn í frásögn sína.
,,Ég hefði ekki getað hugsað mér
þessa bók nema fá einnig hlið
skipherrans. Að ræða við bresku
sjóliðana og togarasjómennina -
segja söguna frá öllum hliðum
skiptir reyndar mestu máli fyrir
frásögnina.“
Óskað eftir árásarheimildum
Úr viðtölunum við bresku sjólið-
Viðtöl:
Sigurður
Bogi Sævarsson.
„Svona gerir enginn
sjómaður!“
Þessa mynd sem er að finna í
bókinni tók Óli Tynes frétta-
maður úr brúnni á Falmouth í
aðdraganda ásiglinganna á
Tý. Hann fylgdist með átök-
unum frá einstökum sjónar-
hóli, en frásögn Óla var Ótt-
ari mjög þýðingarmikil.
aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 30