Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 30

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 30
30 S J Á VA R Ú T V E G S S A G A N ,,Barátta Íslendinga fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar var mjög átakamikil. En það virðist samt ætla að fenna í sporin á ekki ýkja löngum tíma. Í umfjöllun gagnrýnanda Morg- unblaðsins á dögun- um sagði að þessi bók væri mjög þörf upp- rifjum og það tel ég vissulega rétt,“ segir Óttar Sveinsson blaðamaður. Út er komin bókin Útkall - Týr er sökkva, en þar segir frá sögufrægum ásiglingum freigát- unnar Falmouth á varðskipið Tý á Hvalbaksmiðunum fyrir austan land í maí 1976. Þetta er ellefta Útkallsbók Óttars, allar hafa þær verið í efstu sætum metsölulista hvert einasta ár og fengið góða dóma - enda frásagnirnar æsispennandi og dagsannar. Þessi nýjasta bók er rúmlega 200 blað- síður og gefin út af Útkalli ehf. Horfðust í augu við dauðann Fyrsta Útkallsbók Óttars Sveins- sonar kom út árið 1994 og fjall- aði um sögulegustu leiðangra þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og hét Útkall Alfa TF-SIF. Síðari árin hefur höfundurinn hinsvegar róið á fleiri mið. Árið 2001 kom bókin Útkall í Djúpinu sem fjall- aði um ofsaveðrið mikla í Ísafjarð- ardjúpi í febrúar 1968. Útkall - Geysir er horfin var gefin út ári síðar og Árás á Goðafoss kom í fyrra. „Ég var lengi búinn að hafa þorskastríðin í huga, nota atvik úr þeim sem efnivið í bók. Þóttist vita að þarna hlytu að vera at- burðir, sem þyrfti að upplýsa. Þegar ég fór að kanna þorskastríð- in með þetta í huga hnaut ég strax um tvær mjög grófar ásigl- ingar freigátunnar Falmouth á Tý að kvöldi 6. maí 1976. Vissulega hafði ég heyrt af þessu atviki, en aldrei gert mér grein fyrir alvar- leika málsins og að þarna mátti engu muna að skipið færi niður og 21 Íslendingi yrði búin vot gröf. Þetta var langsamlega háskalegastti atburðurinn sem varð í öllum þremur þorskastríð- um og þarna voru skipverjar á Tý að horfast í augu við dauðann,“ sagði Óttar í samtali við Ægi. Á vordögum 1976 var mikil harka hlaupin í þorskastríðið. Bretar höfðu á þessum tíma, að sögn Óttars, gert sér ljóst að stríðið var að tapast. Sjóliðarnir í flota hennar hátignar höfðu á margan hátt ekki roð í íslensku varðskipsmennina sem sýndu mikið þolgæði og herkænsku. Varðskipin voru vakrari og eftir því sterkbyggðari en freigáturnar - þótt stærðarmunur væri marg- faldur. Í sumum ásiglingum frei- gátanna á varðskipin rifnuðu síð- ur þeirra upp, einsog rist væri sardínudós. Togvíraklippurnar frægu voru sömuleiðis tromp á hendi Íslendinga og höfðu ærna hernaðarlega þýðingu. Og það var einmitt þegar Týr var að leitast við að klippa á vörpu breska Grimsbytogarans Carlisle, sem skipherrann á Falmouth lét til skarar skríða. Ásiglingarnar voru tvær, sem fyrr segir, og urðu skemmdir á báðum skipunum gríðarlegar. Frásögn Bretanna mikilvæg Óttar Sveinsson hóf vinnu við rit- un þessarar bókar snemma á þessu ári með því að taka viðtöl við ís- lenska varðskipsmenn sem og Óla Tynes, en hann var um borð í Falmouth sem blaðamaður Vísis þegar ásiglingarnar á Tý voru gerðar. „Viðtölin við varðskipsmennina eru mér mjög eftirminnileg. Guðmundur Kjærnested viður- kennir það í bókinni fyrsta sinni að hann átti allt eins von á að Týr færi niður, enda var skipið komið 75 gráður á hliðina og herskipið að gera gat á síðu Týs,“ segir Ótt- ar Höfundurinn taldi einnig skipta miklu að ná sambandi við sjóliðana á Falmouth til að frá- sögn hans yrði raunsönn. „Það reyndist hinsvegar þraut að finna einhvern úr þeim hópi; ég hafði í fyrstu engan punkt til að rekja mig út frá. Með aðstoð breskra blaðamanna og gamalla kappa í flotastöðinni í Portsmouth á suð- urströnd Englands fór boltinn hinsvegar að rúlla og ég náði við- tölum við fjóra af yfirmönnum skipsins og fór til Bretlands til að hitta þá,“ segir Óttar. Við ritun þessar bókar átti Ótt- ar gott samstarf við dr. Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing, sem er sá íslenskur fræðimaður sem gerst og ítarlegast hefur rannsakað sögu þorskastríðanna og vinnur nú að því að rita heild- stæða sögu þeirra. Gerald Plumer, skipherra á Falmouth, lést árið 2002 en ári áður hafði Guðni tek- ið við hann viðtal um þennan at- burð. Að því fékk Óttar aðgang - og gat fellt inn í frásögn sína. ,,Ég hefði ekki getað hugsað mér þessa bók nema fá einnig hlið skipherrans. Að ræða við bresku sjóliðana og togarasjómennina - segja söguna frá öllum hliðum skiptir reyndar mestu máli fyrir frásögnina.“ Óskað eftir árásarheimildum Úr viðtölunum við bresku sjólið- Viðtöl: Sigurður Bogi Sævarsson. „Svona gerir enginn sjómaður!“ Þessa mynd sem er að finna í bókinni tók Óli Tynes frétta- maður úr brúnni á Falmouth í aðdraganda ásiglinganna á Tý. Hann fylgdist með átök- unum frá einstökum sjónar- hóli, en frásögn Óla var Ótt- ari mjög þýðingarmikil. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.