Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 27
27 S J Á VA R Ú T V E G S S A G A N vélfræði. Fram til þess tíma var ekki um að ræða neina vélfræði- menntun hér á landi aðra en þá, sem hver og einn varð sér úti um sjálfur. Með stofnun Vélsmiðju J.H. Jessens var lagður góður grunnur að kennslu á þessu sviði og er alveg ljóst, að hún hafði ómæld áhrif á uppbyggingu þess- arar atvinnugreinar hér á landi. Þar hófu starfsferil sinn margir, sem síðar gátu sér góðan orðstír, sem vélsmiðir og vélstjórar og virðist alveg einsýnt, að á fyrsta áratug aldarinnar hafi safnast um Jessen einstaklega samstilltur og áhugasamur hópur ungra manna, víðsvegar að af landinu, til að til- einka sér þekkingu hans og reynslu á sviði vélfræði. Í þessum hópi voru menn, sem með gáfum sínum og atgervi stóðu fremstir í flokki við tækniuppbyggingu sjávarútvegsins, þegar vélaöldin hóf þar innreið sína. Um sama leyti og Jessen kom á fót verk- stæði sínu var stofnaður Kvöld- skóli iðnaðarmanna á Ísafirði og stunduðu flestir nemar hans þar bóklegt nám, jafnhliða fagnámi sínu. J.H. Jessens naut því miður ekki lengi við - hann lézt úr taugaveiki árið 1910, en vél- smiðja hans starfaði áfram um langt árbil, lengst af undir stjórn eins af fyrstu nemendum hans og hélt áfram að mennta vélstjóra.“ Unnu störf sín í kyrrþey Jón Páll segir að margir af nem- endum Jessens hafi sótt nám í Vélskóla Íslands og hafi síðan orðið vélstjórar á fiski- og flutn- ingaskipum. „Hinir voru einnig margir,“ segir Jón Páll, „sem tóku að sér þjónustu við vélbátaflotann vítt og breitt um landið og sáu um að halda honum gangandi í áraraðir. Þessara manna er óvíða getið í rit- uðum heimildum. Þeir unnu störf sín í kyrrþey, en hlutur þeirra er stór í útgerðarsögunni og undan- tekningalaust virðast þeir hafa búið yfir ótrúlegri verkþekkingu. Þeir áttu sinn stóra þátt í því, að færa Ísland inn í nútímann. Fáir þekkja í dag Hinrik Hjaltason, vélstjóra, sem var í fyrsta nem- endahópi Jessens, svo að dæmi sé tekið, hinn merkasta mann, en nálega hvert mannsbarn kann góð skil á bróður hans, Magnúsi Hjaltasyni, skáldinu frá Þröm, sem Laxness gerði ódauðlegan í skáldsögunni Heimsljósi.“ Fyrstu skref í menntun ís- lenskra vélstjóra „Það kom síðan í hlut annars Jessens að móta og stjórna menntun íslenzkra vélstjóra í rúma fjóra áratugi, allt frá árinu 1911 til ársins 1955. Sá hét Mar- inius Eskild Jessen, þekktur borgari í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Fyrstu þrjú árin kenndi hann vélstjórnarfræði við Stýrimannaskólann í Reykjavík, en var síðan skólastjóri Vélskóla Íslands frá 1915 til árins 1955, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Tveir af nemendum J.H. Jessens, Gísli Jónsson, síðar al- þingismaður, og Hallgrímur Jónsson, síðar yfirvélstjóri hjá Eimskip, áttu drýgstan þátt í því, að Vélskóli Íslands var stofnaður árið 1915. Þeir luku báðir prófi frá skólanum vorið 1916, ásamt Bjarna Þorsteinssyni, sem var annar af stofnendum Vélsmiðj- unnar Héðins. Vorið 1917 braut- skráðust 9 nemendur frá skólan- um, tveir þeirra fyrrum nemend- ur J.H. Jessens. Það voru þeir Ágúst Guðmundsson, sem lengi var vélstjóri við Elliðaárstöðina og starfsmaður Rafmagsnsveitu Reykjavíkur, og Hinrik Hjalta- son, sem lengi rak vélsmiðju á Norðfirði og kenndi þar.“ Okkar bestu jóla og nýársóskir Starfsmenn Vélsmiðju J.H. Jessen árið 1908. Talið frá vinstri: Óskar Sigurgeirsson, Þórður Þórðarson, A. Nyberg, Fridtiof Nielsen, J.H. Jessen, Gísli Jónsson, Ingvar Gunnlaugsson, Þorsteinn Thorsteinsson, Hinrik Hjaltason, Jón Þorbergsson, Guðbrandur Jakobsson og Alfred Jessen. Hinrik Hjaltason lauk járnsmíðanámi hjá Jessen árið 1909 og Vélskólaprófi árið 1917. Hann var vélstjóri á togurum og varðskipum til ársins 1926, en starf- rækti síðan vélsmiðju í Neskaupstað í þrjá áratugi, eða til æviloka. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.