Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Síða 23

Ægir - 01.08.2007, Síða 23
23 Reykjavíkur og Akureyrar. Áherslan í Vestmannaeyjum var á árabátana og síðan litlu vélbátana til þess að róa til fiskjar. Spurning með stórskipahöfn Arnar segir að staða Vest- mannaeyjahafnar sé ágætlega sterk, en vissulega standi höfnin frammi fyrir töluverð- um framkvæmdum í næstu framtíð. „Annars vegar stönd- um við frammi fyrir að byggja upp Skipalyftuna, sem varð fyrir gríðarlegu tjóni 17. októ- ber 2006 þegar unnið var að því að lyfta vélbátnum Gandí. Í því efni verðum við að sjá hvaða stefnu málið tekur. Lögum á Alþingi var breytt til þess að geta að einhverju leyti bætt þetta tjón. Ég býst við að á næsta ári verði á ein- hvern hátt farið í endurbygg- ingu Skipalyftunnar. En stærri verk inn í framtíðina er stór- skipahöfn en það liggur fyrir að flutningaskipin verða mun stærri í framtíðinni en þau eru í dag. Við höfum bæði fengið fyrirspurnir frá Eimskip og Samskip um fyrirætlanir okk- ar í þessum efnum. Í sam- vinnu við Siglingastofnun er- um við að skoða alla þá möguleika sem eru til staðar. Einn af þeim er að koma upp stórskipahöfn norðan Eiðis, sem myndi væntanlega þýða að gerðir yrðu tveir garðar, það þyrfti að ráðast í dýpkun og reka niður mikið þil. Ann- ar möguleiki væri að gera stórskipahöfn nálægt núver- andi innsiglingu, á móts við Klettsvíkina. Sú leið hefur verið skoðuð eitthvað, en ekki er komin endanleg nið- urstaða um hvort sá kostur er vænlegur. Ókosturinn við þessa staðsetningu er sá að hún er töluvert langt frá þar sem öll hafnarþjónustan er í dag. Þriðji möguleikinn er að stytta Norðurhafnargarðinn, sem liggur að Heimakletti og framlengja bryggju sem þar er. Líklega væri þetta ódýrasti kosturinn, en við vitum ekki hvort hann er raunhæfur,“ segir Arnar. V E S T M A N N A E Y J A H Ö F N Arnar Sigurmundsson, formaður framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja, og Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri, en hann færði Eyjamönnum að gjöf gamlar teikningar af Vestmannaeyjahöfn. Myndir: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, eina konan í framkvæmda-og hafnarráði Vestmanna- eyja, fékk fyrstu sneiðina af afmælistertunni. Mynd sem sýnir athafnalíf á og við Bæjarbryggjuna í Eyjum árið 1933. Unnið er að endurbótum á hinni fornfrægu Bæjarbryggju. Við bryggjuna liggur hér hinn sögufrægi bátur Blátindur VE 21, sem var smíðaður í Eyjum árið 1947. Um tíma gegndi Blátindur hlutverki varðskips.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.