Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2007, Page 42

Ægir - 01.08.2007, Page 42
42 F R É T T I RÞ J Ó N U S T A Í september sl. flutti R. Sigmundsson í nýtt húsnæði að Klettagörðum 25 og þar með er öll starfsemi fyrirtækisins komin undir eitt þak, en í kjölfarið á því að R. Sigmundsson, Vélasalan og Radiomiðun sameinuðu krafta sína á síðasta ári hefur starfsemi fyrirtækisins verið á nokkrum stöðum. Ólafur Kristjánsson, markaðs- stjóri R.Sig munds sonar, segir mikið hag- ræði af því að hafa nú alla starfsemi fyr- irtækisins undir einu þaki. Áður en til sameiningar kom voru R. Sigmundsson og Radiomiðun sérhæfð í sölu og þjónustu á siglinga- og fiskileit- artækjum og fjarskiptatækjum fyrir skip. Vélasalan var hins vegar sérhæfð í inn- flutningi og sölu á vélum í skip og fjöl- mörgum öðrum búnaði fyrir fiskiskip, sem og skemmtibátum og flestu því sem þeim tilheyrir. Í dag er R. Sigmundssyni skipt upp í þrjú svið; sjávarútvegssvið, iðnaðarsvið og lífsstílssvið. Eins og nafnið gefur til kynna þjónustar sjávarútvegssviðið sjáv- arútveginn í víðum skilningi – t.d. sigl- ingatæki, fiskileitartæki, áttavita, ratsjár, sjónvarpskúlur, sónar og myndavélar. Iðnaðarsviðið þjónustar t.d. verkstæði og verktaka með bílalyftur, dælur, síur og rafstöðvar svo dæmi séu nefnd. Lífsstíls- sviðið sérhæfir sig í sölu á GPS staðsetn- ingartækjum sem og hverskonar skemmtibátum, og búnaði sem þeim til- heyrir. Ólafur Kristjánsson segir áberandi mikla aukningu í sölu á Garmin GPS- staðsetningartækjunum, sem eru til í öll- um stærðum og gerðum og fyrir marg- vísleg not. R. Sigmundsson rekur tvö dótturfyr- irtæki – annars vegar skipasmíðastöðina Skipapol í Gdansk í Póllandi og hins vegar fjarskiptafyrirtækið Radiomiðun, sem að hluta til er í eigu Símans. Öll starfsemi R. Sigmunds- sonar undir eitt þak - að Klettagörðum 25 í Reykjavík Hús R. Sigmundssonar að Klettagörðum 25. Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Ólafur Kristjánsson með hina nýju og glæsilegu verslun R. Sigmundssonar í baksýn. Hraðbátar hverskonar fást í miklu úrvali hjá R. Sig- mundssyni. Dúi Sigurðsson er hér við stýrið á einum þeirra. Leiðsögutækin frá Garmin seljast eins og heitar lummur. Hér heldur Ólafur D. Ragn- arsson á einu slíku.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.