Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 23
tímarit máls og menningar 17 þeim á hönd til að svala fýsn sinni eftir að sitja yfir kosti livers manns: fyrr en varir hafa þeir náð þvi takmarki að gera þjóðfélagið allt að einka-vitfirringahæli sínu. Eðli þessarar óhugnanlegu manntegundar er hálfhlinda og sjálfhyrgingsháttur þursins, sem Ihsen skilgreinir svo glöggt í Pétri Gaut. „Vér einir vitum“ er gamalt einkunn- arorð tegundarinnar, eða eins og það hljóðar á máli Óla gamla norska: „Mí getur allt po sjóur og po land“. Öll orðtök, sem eru til þess fallin að sldrskota til fjöldans, geta þjónað sjálfsdýrkaranum sem grímubúningur í valdabaráttu hans: kristindómur, þjóðerni, sjálfstæði, írelsi, mannúð, lýðræði, meira að segja samvinna og sósíalismi; en allt um það er afskiptasemin og ráðrikið „hugsjón“ hans og lífsinntak, yfirgangurinn yfirgangs- ins vegna stefna hans, en hæfileik hefur hann ekki til að sjá neitt í þessu lífi, utan sitt ímyndaða ágæti. Eftir að sjálfsdýrkarinn er orðinn nokkurs konar þúkablístra aft- urhaldsaflanna er allt heilbrigt þjóðlif í hers höndum; í tima og ótíma þarf hann að trufla allan normalan gang lifsins, sí-reiðubúinn að fara hamförum gegn eðlilegri framrás og þrónn jafnt i hinu smáa sem hinu stærra. En ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir því að manngerð af þessu tagi takist að ná fótfestu i þjóðfélaginu, og beita umhverfi sitt bolabrögðum, er það, að þjóðin kringum hann sé heimskur og leiðitamur skrill, snauður jafnt að uppeldi sem upplýsingu, firrtur mannlegum metnaði eða liugmyndum um mannlegan virðuleika. Sú þjóð sem er þess ekki um komin að skera úr um, hvað sé mönnum samboðið og hvað þrælum eða skynlausum skepnum, er í senn hin þæga vagga og mjúka dúnsæng þar sem hinir villtu sjálfsdýrkarar þrífast bezt; þar hleypur i þá ofvöxt- ur á skömmum tíma svo þeir minna á tröllaukna hálfvita, og gína allsvaldandi yfir miljónum manna, án þess að þekkja annað siðalögmál en sitt eigið deliríum, reiðubún- ir að koma öllu í bál og brand ef þeir hafa veikan grun um að höft verði lögð að sjálfsdýrkunaræði þeiiTa. Það 2

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.