Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 31
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN
189
riði eigi svo .vakurt, sem þeir hafa áður riðið. Því gjör nú hér um,
sem ég skrifa. Þetta rita ég til yðar, því þér vitið vel, hver makt okkur
liggur nú á um fólkið. Kom nú sem snarast, því mér er sagt, að hans orð
kæmi hingað til þeirra. Hér með bífala ég yður guði í vald og hans
móður Maríu.“
Það er eftirtektar vert, að Jón talar um það í bréfi þessu, að sér liggi
makt á um fólkið. Þau ummæli hans gætu bent til þess, að vinsældir
hans hefðu verið í rénun undir lokin. Bréfið lýsir vel framferði mið-
aldahöfðingja, sem fer herskildi um héruð og hlilir engum lögum, en
býður ofbeldisseggjum vernd sína. Alþýðan varð að þola bæði and-
legum og veraldlegum höfðingjum slíkt ofbeldi, eins og fjöldi heimilda
einkum frá 15. öld sýna.
T álsýnir
Arið 1548 berast Jóni biskupi mörg gleðitíðindi, sem tvímælalaust
hafa hvatt hann til öruggrar sóknar gegn villukenningum Lúthers hér
á landi. Kirkjuþing var kallað saman í Tríent 1545, og Karl V. gat loks
snúið sér gegn mótmælendum í Þýzkalandi. Hann gjörsigraði þá
árið 1547 í orustunni við Miihlenberg, og hafa margir kaþólskir menn
eflaust trúað því þá, að dagar trúvillinganna væru taldir. Keisarinn
naut sigursins ekki lengi, þar eð ýmsir furstar Þýzkalands léku mjög
tveimur skjöldum í þessum málum. Um svipað leyti og Jóni Arasyni
hafa borizt tíðindi af sigrum keisarans, hefur hann spurt lát Gissurar
Einarssonar, en áður hefur hann sennilega frétt lát Ilinriks VIII. Eng-
landskonungs og Franz I. Frakka konungs, sem voru kaþólskum mönn-
um ekki sérlega harmdauðir. Þessir atburðir virtust benda til þess,
að þáttaskil væru að verða í gangi heimsmálanna, og hafa þeir hvatt
Jón Arason til þess að gæta trúlega þess starfs, sem honum var í vígsl-
unni á hendur fengið og varð því ábyrgðarmeira, sem liðsmönnum
kaþólsku kirkjunnar fækkaði meir á Norðurlöndum. Ef kaþólska kirkj-
an átti eftir að eflast að nýju í þessum löndum, þá gátu þeir Hólafeðg-
ar gert sér háar vonir, ef hugur þeirra stóð til meiri upphefðar en þeir
höfðu þegar öðlazt.
{ apríl 1548 gerði Jón biskup för sína suður á land og gaf út opið