Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 36
194 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Handtökur og herferðir Marteinn Einarsson kom frá vígslu vorið 1549 og settist að stóli sínum. Á alþingi um sumarið lét hann klerka dæina öll embættisverk Jóns Arasonar ónýt og að engu hafandi utan þau, sem hann fram- kvæmdi í umboði löglegs ráðs Skálholtskirkju. Dómendur töldu Jón hafa brotið á móti kirkjulögum og kirkjuskipan Kristjáns III. með framferði sínu. Þeir Hólafeðgar voru ekki á þinginu, heldur sátu heima og biðu átekta. Síðar um sumarið fór Marteinn biskup í yfirreið um Vestfjörðu. Jón Arason hafði spurnir af ferðum hans og sendi sonu sína, Björn og Ara, með flokk manna til þess að handtaka hann og nokkra aðra and- stæðinga sína. Áður en þeir fóru, lét biskup dóm ganga á Þingeyrum um vantrúar- og villumenn, sem hér í landið hefðu fellt á sig páfans bann af sínum tilgerningum, og voru slíkir menn dæmdir rétttækir undir þær skriftir, „sem þeim verða dæmdar að lögum“. Þeir bræður riðu síðan vestur og náðu biskupi og Árna Arnórssyni í Hítardal, en Daði Guðmundsson slapp nauðuglega. Voru þeir Árni fluttir til Hóla og hafðir í varðhaldi. Eftir þetta virðist Jón biskup hafa reynt að ná sáttum við helztu andstæðinga sína hér á landi, en árangurslaust. Hann hafði því margs konar viðbúnað heima á Hólum eins og Ólafur Engilbrektsson á Steinvíkurhólmi forðum. Hann lét reisa vígi upp frá kirkjunni og kall- aði það slot. Var þar gerður gröftur mikill og djúpur og veitt að vatni, og skyldi flytja þangað stykki (fallbyssur) og byssur „sem á einn skans og ganga af lofti á múr og kirkju“. Hólastaður átti allmikið af hertygjum um þessar mundir. í skrá um eignir staðarins, þegar Jón Arason varð biskup, eru talin 6 lagvopn, 4 stríðsaxir, eitt sverð og herklæði á 40 manns auk nokkurra vondra pansara og járnhatta. Einnig er sagt, að staðurinn eigi herklæði á ýmsum stöðum. Jón Ara- son hefur fylgzt með þróun hernaðartækninnar, því að árið 1550 hafði kirkjunni bætzt 2 fallbyssur keyptar fyrir 16 hundruð í kaupstað, 2 áttungar púðurs, 8 járnlóð, 9 hakabyssur og 7 hálfhakar. Hervæðing Jóns er einstakur atburður í íslenzkri sögu, því að við höfum engar heimildir fyrir því, að íslendingar hafi tygjað sig til þess að mæta erlendum innrásarher í annan tíma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.