Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 106
264
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
vísindin eru sigursæl í framsókn sinni, en hinum erlendu hefur verið
ýtt úr vegi.
3. „Félag til útgáfu fornra norrænna bókmennta“ (Samfund til udgi-
velse af gammel nordisk litteratur) hefur hagað störfum sínum á þann
hátt að það hefur átt hópa félagsmanna í ýmsum löndum, en þeim hef-
ur verið sendur svolítill bókaböggull á ári hverju gegn föstu árgjaldi.
Að tiltölu við þröngan hag hefur þetta félag komið miklu í verk. En
síðustu áratugirnir með gjaldeyrisvandræðum sínum og hömlum og
síðan heimsstyrjöld hafa dregið mjög úr starfsemi þess. Það er enn
óséð hvort tekst að endurreisa félagið. Meiri háttar útgáfustarfsemi er
ekki hægt að skipuleggja á þennan hátt, til þess eru kaupendur alltof
fáir.
Þannig er þá ástandið í raun og veru. Utgáfustarfsemin á sér ekki
stoð í neinni öflugri stofnun né neinni öruggri fjárveitingu sem um
munar. Fræðimaður sem getur komið með rit fullbúið til prentunar, mun
að öllum líkindum geta fengið það prentað, ef til vill með styrk úr ein-
hverjum vísindasjóði (en þar eiga menn á hættu að þurfa að bíða árum
saman áður en umsókn sé tekin til greina). En hve margir eru svo vel
settir að þeir geti komið með rit fullbúið til prentunar? Langi ungan
fræðimann til að gefa eitthvað út, á hverju á hann þá að lifa meðan á
verkinu stendur? Árnasafn ræður ekki yfir neinum embættum og aðeins
yfir einum styrk. Hann er 1000 kr. á ári, og sú upphæð hefur verið
óbreytt síðan 1890, en þá var sannarlega hægt að fá eitthvað fvrir þessa
fjárhæð.
¥
Hvernig á þá að skipuleggja starfið í sambandi við Árnasafn?
Safnið á að vera vinnustaður, stofnun, í miklu meiri mæli en nú er.
Þar þarf að vera starfslið útgefenda á föstum launum. Fjölda þeirra
má ræða um, ég mundi stinga upp á fjórum. Þeir ættu að vera full-
menntaðir málfræðingar með útgáfutækni að sérgrein. Útgáfur hand-
rita ætti að vera ævistarf þessara vísindamanna. Auk þess ættu að vera
til styrkir handa ungum fræðimönnum sem vildu starfa í safninu um
skemmri tíma.
Með slíku starfsliði væri hægt að tryggja skipulagða útgáfustarfsemi
sem héldi jafnt og þétt áfram. Skyldum ritum væri hægt að skipa saman