Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 117
SKÓLALÖGGJÖFIN FRÁ 1946
275
anna, heldur liggja hér aðrar ástæður til grundvallar. Verkleg kennsla
er yfirleitt kostnaðarsamari en bókleg. Hún útheimtir sérstakt húsnæði,
áhöld til að vinna með og efni til að vinna úr. Skammsýni afturhalds-
samra skólanefnda hefur oft ráðið því, að ekkert húsnæði var ætlað til
handavinnukennslu í nýjum skólahúsum. Þá hefur reynzt mjög erfitt
að fá nægileg áhöld til verklegrar kennslu og efni til hennar hefur ver-
ið svo að segja ófáanlegt undanfarin ár. Og svo eru skólarnir ásakaðir
fyrir sleifarlag í þessum efnum. En þrátt fyrir þessa örðugu aðstöðu, er
mér kunnugt um marga kennara, sem hafa lagt mikið á sig til þess að
halda uppi handavinnukennslu við hin frumstæðustu skilyrði.
Skólalöggjöfin nýja gerir ráð fyrir að allir skólar gagnfræðastigs-
ins skiptist í bóknámsdeild og verknámsdeild. Verknámsdeildir hafa
óvíða verið stofnaðar, vegna þess að þau ytri skilyrði, sem ég nefndi
áðan, hafa ekki verið tiltæk. Þetta þarf að breytast. Við þurfum sem
allra fyrst að eignast fullkomnar verknámsdeildir, þar sem nemendur
geti fengið góða tilsögn í sem flestum verklegum greinum. Þetta á að
vera tiltölulega auðvelt, ef íslenzk stjórnarvöld láta sér skiljast að til
slíkra hluta þarf bæði áhöld og efni. En eitt vil ég samt taka fram. Þótt
við eignumst fullkomnar verknámsdeildir, verða þær ekki einhlítar til
að skapa verklega menningu. Mörgum störfum til sjávar og sveita er
þannig háttað, að þau verða aldrei numin í skólum. Þess vegna þarf
hver unglingur að eiga kost á því að vinna að hagnýtum framleiðslu-
störfum yfir sumartímann, til þess að þroski anda og handar geti farið
saman.
Næstu verkefni
Eg tel framkvæmd skólalöggjafarinnar hafa gengið vonum framar.
A næstu árum þarf að vinna markvisst að því að hún komi til fram-
kvæmda um allt land. Sums staðar þarf að auka húsakost skólanna og
sérstaklega þarf að reisa fleiri heimavistarskóla í sveitum, til þess að
þær dragist ekki aftur úr í þessum efnum. Verknámsdeildir þarf að
starfrækja í sambandi við skóla gagnfræðastigsins, og gætu þær a. m. k.
í stærri bæjum verið sérstakir skólar.
Þegar fast form verður komið á skóla barnaskóla- og gagnfræða-
skólastigsins, ber okkur að snúa okkui að sérskólunum og samræma
þá skólakerfinu. Flestir sérskólarnir veita nú meiri og minni tilsögn í