Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 122
280
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Gedankenpoesie“ — sem færir óskáldlega hugsun í skáldlegt form eða
gerfi.
Þegar Hölderlin var i hvað minnstum metum, var Steingrímur Thor-
steinsson einn af þeim fáu, sem viðurkenndu gáfur hans. Þýðingar á
tveim kvæðum eftir hann, „Til upphiminsins“ og „Vegfarinn“, birt-
ust í Svanhvít 1877. Steingrímur lýsti Hölderlin þannig, að hann
væri „alláþekkur Schiller bæði að djúpri heimspekilegri hugsun og
innilegu tilfinningalífi.“ En Steingrímur fór sem öðrum á þeirri tíð, að
honum þótti Hölderlin bera svipmót grískrar fornaldar, enda var það
hin almenna bókmenntaskoðun fram um 1920. „Blærinn á hans verk-
um ... minnir á hina fornu grísku listafegurð, sem skáldið hafði sett
sér að fyrirmynd,“ segir Steingrímur. Það er rétt, að Hölderlin byrj-
aði sem lærisveinn Schillers. En svipur hans af Forn-Grikkjum var að-
eins eitt af blæbrigðunum í skáldskap hans. Frændsemin við Grikki var
til þessa talin hið veigamesta einkenni .á verkum hans. Það einkenni
bera einnig verk þýzkra afburðahöfunda, en við endurmat á skáld-
verkum Hölderlins er nú svo að sjá sem þetta svipmót sé næstum aðeins
á yfirborði.
Hvað er það, sem fyrst og fremst vakir fyrir Hölderlin? Hver er
merking kvæðis? Það eru spurningar, sem ég ætla mér ekki að reyna
að kasta fram svari við. Verk mikilla skálda má túlka á ýmsa vegu.
Það er höfuðeinkenni skáldskapar að vera ekki hversdagslegur, að líkj-
ast ekki rúmhelginni. Skáldskapur býr yfir bæði hugsun og tilfinning-
og vekur bæði hugsanir og tilfinningar umfram allt með skírskotun til
skilnings. Hann leitast við að yfirstíga takmörk orðsins. sem einungis
er beitt sem málsmiðli. Vandinn að klífa skáldskap Hölderlins og ná
tökum á hugmyndum hans, líkingum og frábæru hugsjónum er nú tek-
inn til rannsóknar og skýringar af fræðimönnum. Skáldskapur Hölder-
lins er meðal stórvirkjanna, sem mannsandinn hefur unnið á sviði list-
anna og er því ekki sjálftær í augum byrjenda. Hölderlin skilst smám
saman stig af stigi. Við hvert stig þykist lesandinn eða gagnrýnandinn
þess fullvís, að nú hafi hann komizt að sjálfum kjarnanum, en upp-
götvar þá aðeins, að við nánari íhugun finnst nýr mergur málsins.
Þeim sem þættist geta endurskapað sér heim Hölderlins að fullu, væri
annað betur gefið en hæverskan, því til þess að komast þar til jafns, yrði
hann að vera „afburðamaður að gáfum og gagnmenntaður“ eins og