Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 122
280 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Gedankenpoesie“ — sem færir óskáldlega hugsun í skáldlegt form eða gerfi. Þegar Hölderlin var i hvað minnstum metum, var Steingrímur Thor- steinsson einn af þeim fáu, sem viðurkenndu gáfur hans. Þýðingar á tveim kvæðum eftir hann, „Til upphiminsins“ og „Vegfarinn“, birt- ust í Svanhvít 1877. Steingrímur lýsti Hölderlin þannig, að hann væri „alláþekkur Schiller bæði að djúpri heimspekilegri hugsun og innilegu tilfinningalífi.“ En Steingrímur fór sem öðrum á þeirri tíð, að honum þótti Hölderlin bera svipmót grískrar fornaldar, enda var það hin almenna bókmenntaskoðun fram um 1920. „Blærinn á hans verk- um ... minnir á hina fornu grísku listafegurð, sem skáldið hafði sett sér að fyrirmynd,“ segir Steingrímur. Það er rétt, að Hölderlin byrj- aði sem lærisveinn Schillers. En svipur hans af Forn-Grikkjum var að- eins eitt af blæbrigðunum í skáldskap hans. Frændsemin við Grikki var til þessa talin hið veigamesta einkenni .á verkum hans. Það einkenni bera einnig verk þýzkra afburðahöfunda, en við endurmat á skáld- verkum Hölderlins er nú svo að sjá sem þetta svipmót sé næstum aðeins á yfirborði. Hvað er það, sem fyrst og fremst vakir fyrir Hölderlin? Hver er merking kvæðis? Það eru spurningar, sem ég ætla mér ekki að reyna að kasta fram svari við. Verk mikilla skálda má túlka á ýmsa vegu. Það er höfuðeinkenni skáldskapar að vera ekki hversdagslegur, að líkj- ast ekki rúmhelginni. Skáldskapur býr yfir bæði hugsun og tilfinning- og vekur bæði hugsanir og tilfinningar umfram allt með skírskotun til skilnings. Hann leitast við að yfirstíga takmörk orðsins. sem einungis er beitt sem málsmiðli. Vandinn að klífa skáldskap Hölderlins og ná tökum á hugmyndum hans, líkingum og frábæru hugsjónum er nú tek- inn til rannsóknar og skýringar af fræðimönnum. Skáldskapur Hölder- lins er meðal stórvirkjanna, sem mannsandinn hefur unnið á sviði list- anna og er því ekki sjálftær í augum byrjenda. Hölderlin skilst smám saman stig af stigi. Við hvert stig þykist lesandinn eða gagnrýnandinn þess fullvís, að nú hafi hann komizt að sjálfum kjarnanum, en upp- götvar þá aðeins, að við nánari íhugun finnst nýr mergur málsins. Þeim sem þættist geta endurskapað sér heim Hölderlins að fullu, væri annað betur gefið en hæverskan, því til þess að komast þar til jafns, yrði hann að vera „afburðamaður að gáfum og gagnmenntaður“ eins og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.