Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 123
FRIEDRICH HÖLDERLIN 281 amerískt skáld hefur að orði komizt um Hölderlin. En að lesa Hölderlin með kostgæfni er ei að síður unun á borð við nautn annarra mikilla listaverka. „Hölderlin-skáldfræðin“ færist óðum í aukana samfara „Goethe- skáldfræðinni“ og mjög í sama anda. Til er bæði Hölderlin-safn og Hölderlin-félag. Einnig eru til fræðimenn, sem njóta þeirrar fullvissu, að þeir hafi komizt á snoðir um nokkur grundvallaratriði í skáldskap Hölderlins. Hinar tíðu gagngerðu endurskýringar sýna því miður það eitt, að þó fræðimennskan sé réttmæt í sjálfu sér, er hún ekki einu- sinni þess umkomin að bregða fullnægjandi birtu á einn einasta flöt á verki skáldsins. Hver sem kannar þróun ritverksins Hyperion, sem er til í nokkr- um gerðum, byggt úr sögubrotum í lausamáli, þykist vera í nánd við kjarnann í fagurfræði Hölderlins. Ævisaga hans skipar honum í námunda við Hegel, Schiller og Herder, að minnsta kosti í sama and- rúmsloftið. Lofsöngvar, sem Hölderlin kvað í æsku („Lofgjörð til hug- sjóna mannkynsins“, sem svo kallast) bera vitni þeim róttæka hug- sjónaanda, sem ríkti í lok 18. aldar. Sama kemur fram í bréfum hans. í bréfi til móður sinnar segir hann: „Unnusta mín er kynslóðin." í Hyperion er þessi hugsjónastefna allmikilráð, þótt tekin sé að fölna. í einni af eldri gerðunum, Hyperion-,,brotinu11 svo nefnda, minnir for- spjall Hölderlins á fagurfræði-hugsanir Schillers: „Tilvera vor á sér tvær hugsjónir: hinn æðsta einfaldleik . . . og hina æðstu þróun.“ Höl- derlin reynir að leiða til lykta „meir eða miður fullkomnaða þróun“, eins og hann sjálfur kemst að orði. í Empedóklesi, eina leikritinu sem Hölderlin samdi, en lauk þó eigi við, gerir aðalpersónan hetjulega og átakanlega tilraun til að sameina „einfaldleik11 og „þróun“. Þrátt fyrir sýndartengslin við Forn-Grikki í Hyperion og Empedóklesi er það augljóst, að þrá Hölderlins beinist framávið til nýs þjóðfélags. í kvæðunum birtist meira listfengi en í öðrum ritum hans. í þeim virð- ist þráin og baráttan fremur snúast í áttina til nýrrar, samræmandi heimspekitrúar á grunni forngrískrar menningar og kristindóms, í anda hugsjónastefnu 18. aldar. Samt verður Hölderlin ekki dreginn í dilk. Hver sem reyndi það, væri blindur á meginið af verkum hans. „Sá sem einungis þefar af jurt minni, þekkir hana ekki, og hver sem hana slítur aðeins til að verða að vísari, hann þekkir hana ekki heldur,“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.