Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 123
FRIEDRICH HÖLDERLIN
281
amerískt skáld hefur að orði komizt um Hölderlin. En að lesa Hölderlin
með kostgæfni er ei að síður unun á borð við nautn annarra mikilla
listaverka.
„Hölderlin-skáldfræðin“ færist óðum í aukana samfara „Goethe-
skáldfræðinni“ og mjög í sama anda. Til er bæði Hölderlin-safn og
Hölderlin-félag. Einnig eru til fræðimenn, sem njóta þeirrar fullvissu,
að þeir hafi komizt á snoðir um nokkur grundvallaratriði í skáldskap
Hölderlins. Hinar tíðu gagngerðu endurskýringar sýna því miður það
eitt, að þó fræðimennskan sé réttmæt í sjálfu sér, er hún ekki einu-
sinni þess umkomin að bregða fullnægjandi birtu á einn einasta flöt
á verki skáldsins.
Hver sem kannar þróun ritverksins Hyperion, sem er til í nokkr-
um gerðum, byggt úr sögubrotum í lausamáli, þykist vera í nánd
við kjarnann í fagurfræði Hölderlins. Ævisaga hans skipar honum í
námunda við Hegel, Schiller og Herder, að minnsta kosti í sama and-
rúmsloftið. Lofsöngvar, sem Hölderlin kvað í æsku („Lofgjörð til hug-
sjóna mannkynsins“, sem svo kallast) bera vitni þeim róttæka hug-
sjónaanda, sem ríkti í lok 18. aldar. Sama kemur fram í bréfum hans.
í bréfi til móður sinnar segir hann: „Unnusta mín er kynslóðin." í
Hyperion er þessi hugsjónastefna allmikilráð, þótt tekin sé að fölna.
í einni af eldri gerðunum, Hyperion-,,brotinu11 svo nefnda, minnir for-
spjall Hölderlins á fagurfræði-hugsanir Schillers: „Tilvera vor á sér
tvær hugsjónir: hinn æðsta einfaldleik . . . og hina æðstu þróun.“ Höl-
derlin reynir að leiða til lykta „meir eða miður fullkomnaða þróun“,
eins og hann sjálfur kemst að orði. í Empedóklesi, eina leikritinu sem
Hölderlin samdi, en lauk þó eigi við, gerir aðalpersónan hetjulega og
átakanlega tilraun til að sameina „einfaldleik11 og „þróun“.
Þrátt fyrir sýndartengslin við Forn-Grikki í Hyperion og Empedóklesi
er það augljóst, að þrá Hölderlins beinist framávið til nýs þjóðfélags.
í kvæðunum birtist meira listfengi en í öðrum ritum hans. í þeim virð-
ist þráin og baráttan fremur snúast í áttina til nýrrar, samræmandi
heimspekitrúar á grunni forngrískrar menningar og kristindóms, í
anda hugsjónastefnu 18. aldar. Samt verður Hölderlin ekki dreginn í
dilk. Hver sem reyndi það, væri blindur á meginið af verkum hans. „Sá
sem einungis þefar af jurt minni, þekkir hana ekki, og hver sem hana
slítur aðeins til að verða að vísari, hann þekkir hana ekki heldur,“