Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 137
UMSAGNIR UM BÆKUR 295 eymd héma í lestinni var eitt og sama lífið — líf sem var að flýja, líf sem var að leita. Þetta sem við köllum Islend- inga er ekki ein þjóð, heldur ein þján- ing. Þjáning á leið til Ameríku.“ Sögurnar eru háðar skrifaðar á breið- um grundvelli og hafa á sér öll einkenni bóksögu. Persónurnar eru margar, bæði ungar og gamlar. Þær eru misgóðar frá hendi höfundarins, eins og gengur. Eg hef áður getið þess, að mér finnst Sigur- fljóð býsna heilsteypt persóna, þó að ekki fari mikið fyrir henni, Sömuleiðis Eiríkur stóri sannleikur. Ofeigur verður einnig að teljast sæmilega gerð persóna, þó að hann sé nokkuð hrjúfur í fyrri bókinni. Hann fær að lifa lífi sínu án þess að höfundurinn beiti hann veruleg- um þvingunum. Einna lökust skil finnst mér höfundurinn gera Jóni hreppstjóra, Katli Bogasyni og Stefáni Ritur Skaga- lín. Þetta eru allt sérstakar manngerðir (typur), sem verða nokkuð einhæfar og óraunverulegar. Einhver ritdómari varpaði fram þeirri tilgátu, að Siglingin mikla væri tákn- ræn, hér gæfi að líta öfuga spegilmynd þeirra, sem nú væru á leið til Ameríku. Sé Siglingin mikla táknræn, finnst mér sanni nær að telja hana táknræna fyrir ferðalag alþýðunnar gegnum lífið frá vöggu til grafar án þess að ráða örlög- um sínum svo neinu nemi, en fyrst og fremst eru þessar bækur það, sem þær eru: lýsing á Vesturheimsferðum íslend- inga. Og með það í huga finnst mér rétt að varpa fram þeirri spumingu, hvort höfundinum hafi ekki láðzt að viða að sér nógu miklu af raunverulegum efnis- atriðum. En við bíðum og sjáum, hverju fram vindur, þegar allt verkið er komið. Helgi J. Halldórsson. Romain Rolland: Jóhann Kristófer Heimskringla 1950. Þetta er fjórði kafli þessa mikla ljúf- lesna verks snillingsins og heitir Upp- reisnin. Jóhann Kristófer er nú orðinn fulltíða maður og þegar er þema lífs hans ákveð- ið: konungur í ríki tóna. En hann hefur ekki verið hylltur enn, né heldur hefur hann náð þeirn tökum á veldissprota sín- um sem gerir hann öruggan og ham- ingjusaman stjórnanda. Umhverfi hans, smávaxið og þröngsýnt, flýtir ekki bein- línis fyrir þeirri þróun, og svo þarfnast innri maður hvers sanns listamanns margháttaðrar reynslu áður verk hans fái risið heil og hrein yfir öldur hvers- dagsleikans. Þegar hann þolir ekki lengur skefjar þessa umhverfis gerir hann uppreisn, uppreisn gegn hinu gamla og úrelta, gegn afturhaldi og hégómaskap, skrið- dýrshætti, venjukreddum værukærra horgara, óhreinskilni og heimsku. Hann fer hamförum og sést ekki fyrir, sannur og einlægur eins og hann er, og fjand- menn hans og svokallaðir vinir nota sér jafnt einfeldni hans og leika hann grátt. Hann fellur í ónáð hjá hertoganum sem verið hefur stoð hans hingað til og verk hans eru smánuð og forsmáð. Og upp- reisnin er ekki aðeins gegn öðrum og út á við, henni er líka beint inn, gegn hon- um sjálfum, byltingin fer um hug hans, hreinsar þar til og undirbýr jarðveginn undir ný, fegurri og sannari listaverk. Atburðirnir í þessari uppreisnarsögu eru hvorki mjög stórkostlegir né marg- slungnir, en þeir eru afdrifaríkir fyrir söguhetjuna Jóhann Kristófer. Hann verður loks að flýja land til Frakklands, Parísar sem hann lengi hefur horft til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.