Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 137
UMSAGNIR UM BÆKUR
295
eymd héma í lestinni var eitt og sama
lífið — líf sem var að flýja, líf sem var
að leita. Þetta sem við köllum Islend-
inga er ekki ein þjóð, heldur ein þján-
ing. Þjáning á leið til Ameríku.“
Sögurnar eru háðar skrifaðar á breið-
um grundvelli og hafa á sér öll einkenni
bóksögu. Persónurnar eru margar, bæði
ungar og gamlar. Þær eru misgóðar frá
hendi höfundarins, eins og gengur. Eg
hef áður getið þess, að mér finnst Sigur-
fljóð býsna heilsteypt persóna, þó að
ekki fari mikið fyrir henni, Sömuleiðis
Eiríkur stóri sannleikur. Ofeigur verður
einnig að teljast sæmilega gerð persóna,
þó að hann sé nokkuð hrjúfur í fyrri
bókinni. Hann fær að lifa lífi sínu án
þess að höfundurinn beiti hann veruleg-
um þvingunum. Einna lökust skil finnst
mér höfundurinn gera Jóni hreppstjóra,
Katli Bogasyni og Stefáni Ritur Skaga-
lín. Þetta eru allt sérstakar manngerðir
(typur), sem verða nokkuð einhæfar og
óraunverulegar.
Einhver ritdómari varpaði fram þeirri
tilgátu, að Siglingin mikla væri tákn-
ræn, hér gæfi að líta öfuga spegilmynd
þeirra, sem nú væru á leið til Ameríku.
Sé Siglingin mikla táknræn, finnst mér
sanni nær að telja hana táknræna fyrir
ferðalag alþýðunnar gegnum lífið frá
vöggu til grafar án þess að ráða örlög-
um sínum svo neinu nemi, en fyrst og
fremst eru þessar bækur það, sem þær
eru: lýsing á Vesturheimsferðum íslend-
inga. Og með það í huga finnst mér rétt
að varpa fram þeirri spumingu, hvort
höfundinum hafi ekki láðzt að viða að
sér nógu miklu af raunverulegum efnis-
atriðum. En við bíðum og sjáum, hverju
fram vindur, þegar allt verkið er komið.
Helgi J. Halldórsson.
Romain Rolland:
Jóhann Kristófer
Heimskringla 1950.
Þetta er fjórði kafli þessa mikla ljúf-
lesna verks snillingsins og heitir Upp-
reisnin.
Jóhann Kristófer er nú orðinn fulltíða
maður og þegar er þema lífs hans ákveð-
ið: konungur í ríki tóna. En hann hefur
ekki verið hylltur enn, né heldur hefur
hann náð þeirn tökum á veldissprota sín-
um sem gerir hann öruggan og ham-
ingjusaman stjórnanda. Umhverfi hans,
smávaxið og þröngsýnt, flýtir ekki bein-
línis fyrir þeirri þróun, og svo þarfnast
innri maður hvers sanns listamanns
margháttaðrar reynslu áður verk hans
fái risið heil og hrein yfir öldur hvers-
dagsleikans.
Þegar hann þolir ekki lengur skefjar
þessa umhverfis gerir hann uppreisn,
uppreisn gegn hinu gamla og úrelta,
gegn afturhaldi og hégómaskap, skrið-
dýrshætti, venjukreddum værukærra
horgara, óhreinskilni og heimsku. Hann
fer hamförum og sést ekki fyrir, sannur
og einlægur eins og hann er, og fjand-
menn hans og svokallaðir vinir nota sér
jafnt einfeldni hans og leika hann grátt.
Hann fellur í ónáð hjá hertoganum sem
verið hefur stoð hans hingað til og verk
hans eru smánuð og forsmáð. Og upp-
reisnin er ekki aðeins gegn öðrum og út
á við, henni er líka beint inn, gegn hon-
um sjálfum, byltingin fer um hug hans,
hreinsar þar til og undirbýr jarðveginn
undir ný, fegurri og sannari listaverk.
Atburðirnir í þessari uppreisnarsögu
eru hvorki mjög stórkostlegir né marg-
slungnir, en þeir eru afdrifaríkir fyrir
söguhetjuna Jóhann Kristófer. Hann
verður loks að flýja land til Frakklands,
Parísar sem hann lengi hefur horft til