Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 52
170 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Gyðingalandi, því að Postulasagan nefnir sem dæmi um þetta mann frá Kípur, sem taldi sér sjálfsagt að hlíta þessari reglu. Eg veit nú að þessi frásögn Posttda- sögunnar hefur verið vefengd, og þá bent á að frásögnin um Ananías og Saffíru sanni það, að hér hafi ekki verið um sjálfsagða reglu að ræða. En frásögnin um þau afsannar þó ekki það sem á undan er sagt, ef betur er að hugað. Það sem hún segir, er einungis það, að hér var ekki um nein þau lög að ræða að unnt væri að gera menn safnaðarræka fyrir brot á þeim, eða refsa þeim á annan hátt. Það var frjálst samkomulag sem hér var um að ræða, en þannig samkomulag þó, að allir heiðarlegir menn töldu sér skylt að hlíta því, og ég hygg að flestir af meðlimum frumsafnaðarins hafi verið sérstaklega heiðarlegir menn. Ananías og Saffíra eru þar sorglegar undantekningar, sem við skulum varast að dæma aðra eftir. En hvaðan hafði svo frumsöfnuðurinn fyrirmynd sfna um skipulag sitt og um sameignina? Var það ekki frá Jesú sjálfum? Var þetta ekki hluti þess arfs sem postulamir fluttu frá honum til þeirra sem á eftir komu? Við vitum þess að minnsta kosti engin dæmi, að fram hafi komið sú gagnrýni, að hér væri um það skipulag að ræða sem kristindóminum sé framandi og óskylt. Og þess var ekki að vænta að sú gagnrýni kæmi fram, því einmitt sameignarskipulagið, með gagn- kvæmri aðstoð, það er í svo innilegri samhljóðan við allt það sem við vitum um Jesú og kenningar hans. Taldi hann ekki mammon höfuðóvin Guðs? Boðaði hann ekki æ ofaní æ að mennimir séu bræður, þar sem hver einstakur eigi.að vera með síútrétta hjálparhönd til þess sem aðstoðar þarf? Til sönnunar þessu vil ég aðeins nefna söguna um síðasta dóminn. Þar er ekki einu orði minnzt á trú, játning heyrist þar hvergi nefnd. En afstaðan til annarra manna, og þó einkum þeirra sem höllum fæti standa, það er eina atriðið sem máli skiptir. Samkvæmt því sem hér á undan er sagt, mætti því með fullum rétti halda því fram, að við prestamir eigum að leggja höfuðáherzluna á aðstoð manns við mann, á það að enginn sé ofríki beittur, að við eigum að gerast samherjar Guðs í baráttunni við höfuðóvin mannlífsins, kapítalismann, já að kristin kirkja megi sér engrar hvíldar unna fyrr en sá óvinur er að fullu og öllu að velli lagður. Ég mun koma að því bráðum, livemig það hlutverk hefur verið af hendi leyst, en fyrst verð ég með fám orðum að drepa á örfá atriði þeirrar þróunar sem á milli liggur frumkristninnar og okkar tíma, og verður þar af skiljanlegum ástæðum að fara mjög fljótt yfir sögu. Bræðralagsandinn, félagshyggjan, átti sterk ítök í frumsöfnuðinum og var vafalaust til hans komin frá Jesú sjálfum. En boðskapur Jesú talaði um fleira en afstöðu manns til manns, hann talaði einnig um afstöðu Guðs til mannsins og mannsins til Guðs. Þessvegna gat svo farið að tekið væri að leggja þá áherzlu á þennan síðarnefnda þátt kristninnar að hinn hyrfi í skuggann. Og það fór vissu- lega svo. Ef til vill á Páll postuli, sá af frumherjum kristninnar sem aldrei hafði með Jesú verið, drýgstan þáttinn í þessu. Að vísu áminnti hann söfnuði sína um að forðast allan yfirgang ((t. d. I. Kor. 6, 8), en samt var félagsandinn svo slappur í söfnuðinum í Korintuborg að postulinn þurfti að áminna þá harðlega fyrir þær sakir (I. Kor. 11, 20—22). Og víst er það að jafnframt því sem kristnu söfnuð- irnir urðu bæði margir, dreifðir víðsvegar og fjölmennir sumir, þá misstu þeir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.