Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Staðið verði á réttinum í makríldeilunni Ég kynntist því sem ráðherra að ESB hefur í raun engan áhuga á að rannsaka magn eða útbreiðslu makríls heldur að fá að deila og drottna í makrílveiðum á Norður- Atlantshafi. Og meðan ESB löndin héldu því fram að enginn makríll væri við Íslandsstrendur þá fylltust firðir og víkur af makríl kringum allt land. Þess vegna beitti ég mér sem ráðherra fyrir auknum rann- sóknum á makríl í samstarfi við Færeyinga, Norðmenn og Græn- lendinga. ESB hafnaði hinsvegar samstarfi um þær rannsóknir. Þar á bæ töldu menn sig væntanlega vita allt um það mál og þyrfti ekki rannsókna við. Stækkun makrílstofnsins og sókn hans norður er fyrst og fremst í ætisleit og að nema nýjar lendur og búsvæði. Stofninn stækkar að sama skapi. Breytt hitastig sjávar og fæðuframboð hvetur hann vestur og norður og nú allt upp með Grænlands- ströndum. Sérstaða okkar hefur verið sú að nánast allur makríll Íslendinga er veiddur innan íslensku efnahagslögsögunnar. Það er mikið hagsmunamál að Ísland haldi rétti sínum og ekki lægri hlut- deild í heildarveiðimagni en við höfum haft undanfarin ár. Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, í grein á feyki.is Himnasending fyrir þjóðarbúið Samspil markaða og veiking krónunnar leiddi til mjög góðrar afkomu útgerðafyrirtækja og þar með sjómanna. Að sjálfsögðu hefur afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi verið ærið mismunandi milli veiðigreina og samsetningar aflaheimilda en þegar á heildina er litið þá hefur afkoma greinarinnar verið mjög góð og í raun vand- fundið í seinni tíð sambærilegt tímabil hvað afkomu varðar. Segja má að ráðamenn þjóðarinnar hafi tekið þessari góðu afkomu sjáv- arútvegsins sem himnasendingu fyrir þjóðarbúið. Nokkuð óvæntur en um leið stórkostlegur viðbótarbónus okkur til handa hefur á þessu erfiðu tímum haft gríðarleg jákvæð áhrif, en það er makríll- inn sem okkur ber að þakka bæði máttarvöldunum og hlýnun sjáv- ar. Ég held að allir Íslendingar, jafnt útgerðarmenn sem aðrir hafi verið sammála um að láta þjóðfélagið njóta í ríkara mæli en verið hefur, þess góðæris sem óumdeilanlega hefur ríkt í sjávarútvegin- um gegn um kreppuna. Hóflegt veiðigjald, hvað felst í því og hvar liggja þau mörk og út frá hvað forsendum á að finna jafnvægispunktinn? Ég er sammála þeim sem fullyrtu að upphafleg útfærsla veiðigjaldsins myndi hafa afgerandi neikvæð áhrif á rekstrarmöguleika lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja og myndi á skömmum tíma leiða þar til fækkunar og þá um leið samþjöppunar veiðiheimilda til þeirra sem stærri eru og öflugri. Spyrja má hvort þetta hafi verið meðvituð ákvörðun fyrrverandi stjórnvalda eða ófyrirséður fylgifiskur þessar- ar skattlagningar. Árni Bjarnason, forseti FFSÍ í ræðu á þingi sambandsins í nóvember. U M M Æ L I Í lok árs 2013 er um margt bjartara yfir umhverfi sjávarútvegs en var á sama tíma í fyrra. Merki um það sjást í hægt vaxandi fjárfestingu í greininni, bæði til sjós og lands. Þegar kom að efnahagshruninu var orðið knýjandi að ráðast í endurnýjun í skipastólnum en síðan hefur ríkt nánast kyrrstaða í þeim efnum. Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi, líkt og öðrum greinum fengu högg í hruninu, sérstaklega þau minni. Efnahagsumrót í mörgum viðskiptalandanna hefur líka haft áhrif en stærsti einstaki áhrifavaldurinn er þó átakapunkturinn um framtíðar- fiskveiðistjórnun, fyrirkomulag og skattlagningu á greinina. Sú um- ræða er svarthvít, eins og oft áður en vert er að halda því til haga að sjávarútvegurinn, sú grein sem stendur að baki fjórðungi útflutnings- tekna landsins, skilar sífellt hærri fjárhæðum í ríkiskassann og því fjarri öllum veruleika að átakapunkturinn um þessar mundir standi um það hvort greinin borgi gjöld til ríkisins eða ekki. Það er hún að gera, hefur gert og mun gera. Enda er ekki hægt að benda á þær raddir innan greinarinnar sem hafa mótmælt auðlindagjöldum held- ur stendur hnífurinn í kúnni hvað varðar útfærslu gjaldtöku og að sjálfsögðu fjárhæðirnar, hlutfallið sjálft. Sjávarútvegur á Íslandi er í dag orðinn mjög markaðslega þenkj- andi. Það má til að mynda vel sjá á því hvernig spilað hefur verið úr makrílaflanum þar sem útgerðir og vinnslur hafa keppst við að ná hráefninu þannig á land að hægt sé að frysta og fá þannig verðmæt- ari afurðir. Í Ægi að þessu sinni má benda á þrjár greinar sem allar endurspegla þessa öru og miklu gerjun í tækni sem á grunn í þeirri hugsun að skapa sífellt meiri verðmæti. Nýr samningur um tækni- og vinnslubúnað var undirritaður milli Skagans og Skinneyjar Þinganess á Höfn í Hornafirði á dögunum, fjallað er einnig um hátækni sem fyr- irtækið Valka beitir í sinni vélbúnaðarþróun fyrir fiskvinnslur og síð- ast en ekki síst er fjallað um togarann Helgu Maríu sem nú hefur verið breytt úr frystitogara í ísfisktogara. Fyrir fáeinum árum þótti mörgum augljóst að framtíðin yrði í sjófrystingu, vinnslu á fiski úti á sjó. Færri hendur þyrfti til og minni tilkostnað við vinnslu. Svo kom til sögunnar útflutningur á ferskum fiski sem er á góðri leið með að gjörbreyta hugsanahætti og formi greinarinnar, með tilheyrandi fjár- festingum. Ferskfiskframleiðsla sýnir sig vera gott tækifæri til að gera betur í fiskframleiðslunni hér á landi, halda mörkuðum, afla nýrra og afla meiri tekna. Og í stað þess að horfa í aðra átt þá er stefnan í greininni tekin nákæmlega þangað. Í átt að meiri árangri. Árangurshugsunin sést líka í gríðarlegri þróun á nýtingu aukaaf- urða í sjávarútvegi sem einnig er fjallað um í grein hér í blaðinu. Fyrir leikmann er nánast með ólíkindum hvaða verðmæti leynast í því sem ekki fyrir svo löngu síðan var talað um sem hreinan úrgang í sjávarútvegi. Að ekki sé minnst á hversu dýrmæt öll þessi efni eru. Við höfum vafalítið ekki séð ennþá nema toppinn á þessum ísjaka en ánægjulegt er að fylgjast með þessari þróun. Sem þjóð búum við í vellystingum, lifum hátt og erum mikið neyslusamfélag. Margar þjóðir vildu gefa mikið fyrir að eiga aðrar eins auðlindir og við höfum í sjónum en smám saman erum við að temja okkur hugarfar um að fara hægar, nýta betur en fá samt meira út úr auðlindinni. Þar erum við á réttari braut. Tímaritið Ægir sendir viðskiptavinum og lesendum bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og farsæld á árinu 2014. Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Sveigjanleikinn er kostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.