Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 35

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 35
35 F I S K V E I Ð I L Ö G J Ö F I N hóp manna í samfélaginu og byggja á tilteknum efnis- legum mælikvörðum. Ríkis- sjóður fær endurgjaldið sem skattþegnanum ber að inna af hendi. Ekki er gerð krafa um að ríkissjóður inni af hendi gagngjald á móti álagn- ingu gjaldanna, svo sem með þjónustustarfsemi. Réttarör- yggissjónarmið leiða því til þeirrar niðurstöðu að veiði- gjöld séu skattar. Yfirlýsingar um sameign þjóðar eða þjóð- areign á óveiddum og vörslu- lausum nytjastofnum sjávar hagga þessu ekki. Þegar fjallað er um skatt- heimtu, bæði almennt og í einstökum tilvikum, verður til þess að líta að það er löggjaf- ans að ákveða fyrirkomulag skatta, svo sem hvenær, hvort og í hvaða mæli leggja skuli þá á. Dómstólar hafa jafnan eftirlátið löggjafanum rúmt svigrúm á sviði skattamála enda geta rök fyrir skattlagn- ingu verið margs konar. Að jafnaði samrýmist það ákvæð- um stjórnarskrárinnar að leggja skatt á þá sem stunda tiltekna atvinnustarfsemi. Af þessu leiðir að eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar stendur því ekki í vegi að sjávarútvegur sé sérstaklega skattlagður. Eigi að síður get- ur slík skattlagning, í undan- tekningartilvikum, brotið í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, svo sem ef skattlagningin er tilviljunar- kennd og afar íþyngjandi eða leiðir í raun og veru til eign- arnáms. Með hliðsjón af því að á fiskveiðiárunum 2012/2013- 2013/2014, hafa verið í gildi bráðabirgðaákvæði um álagn- ingu sérstaks veiðigjalds, tel ég að skipan bæði almenns og sérstaks veiðigjalds, fyrir þessi fiskveiðiár, samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, þar með talið eignarréttar- ákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi Áss. - Verða Íslendingar ekki tilneyddir að skattleggja sjáv- arútveginn ef svo færi að Ís- land yrði fullgildur aðili inn- an Evrópusambandsins? ,,Nei. Slík stefnumótun er háð pólitísku mati. Engin lagaleg nauðsyn krefst slíkrar skattlagningar ef til þess kem- ur að Ísland gangi inn í Evr- ópusambandið.“ - Deilt hefur verið árum saman um ágæti kvótakerfis- ins. Er ekki slæmt út á við að lögin séu svo óljós, jafnvel ruglingsleg, að enn í dag sé deilt um lögmæti þeirra? Má gera sér vonir um að málið verði til lykta leitt á þessu kjörtímabili? ,,Ég tel að íslenska fisk- veiðilöggjöfin sé flókin en hún er það einnig í öðrum ríkjum, svo sem í Noregi og í Evrópusambandinu. Eðlilegt er í lýðræðisríki að deilt sé Helgi Áss Grétarsson staddur við gömlu Reykjavíkurhöfnina. Þar koma og fara nánast á hverjum degi fiskiskip af öllum stærðum og gerðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.