Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 9
9 R E K S T U R festingin því að nálgast þá stöðu eftir mikinn samdrátt,“ segir Þorvarður og vekur at- hygli á að aukin fjárfesting sé ekki byggð á lántökum held- ur haldi sjávarútvegurinn þvert á móti áfram að greiða niður skuldir sínar. Og það nokkuð myndarlega. „Skuldir sjávarútvegs fóru hæst í rösklega 500 milljarða en í lok síðasta árs voru þær komnar í um 380 milljarða króna. Áhersla hefur verið í greininni á að lækka skuldir síðustu ár og það gerðist á kostnað fjárfestinganna en það er líka ánægjulegt að sjá fjárfestinguna ná sér á strik og skuldir halda áfram að lækka á sama tíma.“ Hóflegar arðgreiðslur samanborið við aðra Annað skýrt merki um auk- inn rekstrarlegan styrk í sjáv- arútvegi er hækkun eiginfjár sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Okkur sýnist að eigið fé í greininni sé um 120 milljarðar eða sem nemur um 23% af niðurstöðu efnahagsreikn- ings. Þessi tala hefur farið hækkandi nokkur síðustu ár og er mjög ánægjuleg þróun. Hún endurspeglar aukinn styrk fyrirtækjanna í grein- inni.“ Arðgreiðslur í sjávarútvegi námu á síðasta ári um 6,5 milljörðum króna samanborið við rúma 5 milljarða árið 2011. „Það er óhætt að segja að þetta séu mjög hóflegar arðgreiðslur, þó oft sé látið skína í annað í umræðunni. Bæði má draga þá ályktun út frá efnahag fyrirtækjanna og því sem gerist í öðrum grein- um. Við höfum borið arð- greiðslur í sjávarútvegi saman við aðrar greinar á liðnum ár- um og fáum alltaf þá niður- stöðu að eigendur fyrirtækj- anna í sjávarútvegi séu hóf- legir í samanburði hvað greiðslu arðs snertir,“ segir Þorvarður og í þessu sam- bandi bendir hann á að greiddur tekjuskattur sjávarút- vegsfyrirtækja var um 9 millj- arðar í fyrra en um 5,5 millj- arðar árið áður. „Þessu til við- bótar greiddi greinin 12,8 milljarða í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012-2013. Sjáv- arútvegurinn er því að skila til ríkissjóðs yfir 20 milljörð- um í þessum tveimur skatt- flokkum.“ Botnfiskfyrirtækin í þyngstum rekstri Þó margt sé jákvætt að sjá í rekstrarreikningum sjávarút- vegsfyrirtækja er einnig í þeim að finna neikvæðari vís- bendingar. Áfram skila upp- sjávarveiðar og vinnsla bestri niðurstöðu en aftur á móti fór að halla til verri vegar í botn- fiskveiðum og vinnslu í fyrra. Hreinu botnfiskfyrirtækin segir Þorvarður að búi við þyngstan rekstur nú um stundir og jafnvel þótt kvóti hafi aukist í þorski þá jafnast sá ávinningur út með lækk- unum á afurðamörkuðum. „Þegar meiri ró kemst yfir rekstrarumhverfið í greininni tel ég að áherslan muni verða á nokkra þætti. Í fyrsta lagi að halda forystu á helstu mörkuðum og fjárfesta í þró- un og rannsóknum sem miða að enn meiri verðmætasköp- un; þ.e. að fá enn meira út úr hverju kílói afla. Síðan munu fyrirtæki í einhverjum mæli nýta tækifæri til að efla sig með sameiningum og loks má nefna fjárfestingu í bún- aði. Mesta fjárfestingin síð- ustu ár hefur verið í uppsjáv- arvinnslu og -veiðum og henni má að hluta þakka þá góðu afkomu sem við sjáum í þeim hluta sjávarvegsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.