Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 9
9
R E K S T U R
festingin því að nálgast þá
stöðu eftir mikinn samdrátt,“
segir Þorvarður og vekur at-
hygli á að aukin fjárfesting sé
ekki byggð á lántökum held-
ur haldi sjávarútvegurinn
þvert á móti áfram að greiða
niður skuldir sínar. Og það
nokkuð myndarlega.
„Skuldir sjávarútvegs fóru
hæst í rösklega 500 milljarða
en í lok síðasta árs voru þær
komnar í um 380 milljarða
króna. Áhersla hefur verið í
greininni á að lækka skuldir
síðustu ár og það gerðist á
kostnað fjárfestinganna en
það er líka ánægjulegt að sjá
fjárfestinguna ná sér á strik
og skuldir halda áfram að
lækka á sama tíma.“
Hóflegar arðgreiðslur
samanborið við aðra
Annað skýrt merki um auk-
inn rekstrarlegan styrk í sjáv-
arútvegi er hækkun eiginfjár
sjávarútvegsfyrirtækjanna.
„Okkur sýnist að eigið fé í
greininni sé um 120 milljarðar
eða sem nemur um 23% af
niðurstöðu efnahagsreikn-
ings. Þessi tala hefur farið
hækkandi nokkur síðustu ár
og er mjög ánægjuleg þróun.
Hún endurspeglar aukinn
styrk fyrirtækjanna í grein-
inni.“
Arðgreiðslur í sjávarútvegi
námu á síðasta ári um 6,5
milljörðum króna samanborið
við rúma 5 milljarða árið
2011. „Það er óhætt að segja
að þetta séu mjög hóflegar
arðgreiðslur, þó oft sé látið
skína í annað í umræðunni.
Bæði má draga þá ályktun út
frá efnahag fyrirtækjanna og
því sem gerist í öðrum grein-
um. Við höfum borið arð-
greiðslur í sjávarútvegi saman
við aðrar greinar á liðnum ár-
um og fáum alltaf þá niður-
stöðu að eigendur fyrirtækj-
anna í sjávarútvegi séu hóf-
legir í samanburði hvað
greiðslu arðs snertir,“ segir
Þorvarður og í þessu sam-
bandi bendir hann á að
greiddur tekjuskattur sjávarút-
vegsfyrirtækja var um 9 millj-
arðar í fyrra en um 5,5 millj-
arðar árið áður. „Þessu til við-
bótar greiddi greinin 12,8
milljarða í veiðigjöld fyrir
fiskveiðiárið 2012-2013. Sjáv-
arútvegurinn er því að skila
til ríkissjóðs yfir 20 milljörð-
um í þessum tveimur skatt-
flokkum.“
Botnfiskfyrirtækin í þyngstum
rekstri
Þó margt sé jákvætt að sjá í
rekstrarreikningum sjávarút-
vegsfyrirtækja er einnig í
þeim að finna neikvæðari vís-
bendingar. Áfram skila upp-
sjávarveiðar og vinnsla bestri
niðurstöðu en aftur á móti fór
að halla til verri vegar í botn-
fiskveiðum og vinnslu í fyrra.
Hreinu botnfiskfyrirtækin
segir Þorvarður að búi við
þyngstan rekstur nú um
stundir og jafnvel þótt kvóti
hafi aukist í þorski þá jafnast
sá ávinningur út með lækk-
unum á afurðamörkuðum.
„Þegar meiri ró kemst yfir
rekstrarumhverfið í greininni
tel ég að áherslan muni verða
á nokkra þætti. Í fyrsta lagi
að halda forystu á helstu
mörkuðum og fjárfesta í þró-
un og rannsóknum sem miða
að enn meiri verðmætasköp-
un; þ.e. að fá enn meira út úr
hverju kílói afla. Síðan munu
fyrirtæki í einhverjum mæli
nýta tækifæri til að efla sig
með sameiningum og loks
má nefna fjárfestingu í bún-
aði. Mesta fjárfestingin síð-
ustu ár hefur verið í uppsjáv-
arvinnslu og -veiðum og
henni má að hluta þakka þá
góðu afkomu sem við sjáum í
þeim hluta sjávarvegsins.“