Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 16
16
S K I P I N
1965 og var með hann þar til
í september 1966 en þá tók
Arinbjörn Sigurðsson við
skipstjórninni og var með
Sigurð til ársins 1973 er hætt
var að gera skipið út sem
togara í september það ár. Þá
var Sigurði breytt í nótaveiði-
skip en sú breyting var gerð í
Kristjánssandi í Noregi.
Sigurður aflaði afbragðsvel
sem síðutogari og á árunum
1963 til 1972 varð hann átta
sinnum aflahæsti togari lands-
ins og mesti afli sem hann
kom með í einni veiðiferð
voru 537 tonn af karfa og
þorski.
Nótaskipið Sigurður kom
til landsins eftir breytingarnar
vorið 1974 og frá þeim tíma
var Kristbjörn Árnason skip-
stjóri, en á tímabili var Har-
aldur Ágústsson skipstjóri á
móti honum. Á þessum árum
hefur skipið einnig stundað
veiðar á fjarlægum miðum,
s.s. við Nýfundnaland, í Bar-
entshafi, við Máritaníu, við
Svalbarða og í síldarsmug-
unni. Árið 1997 veiddi skipið
50.038 tonn af bræðslufiski.
Skipstjóri síðustu árin var
Sigurjón Ingvarsson og sigldi
hann skipinu síðustu ferðina
til Danmerkur í september.
Sigurður VE bar um 900
tonn þar til byggt var yfir
skipið en það var gert í Hafn-
arfirði árið 1976 af skipa-
smíðastöðinni Stálvík. Sigurð-
ur VE hefur borið hátt í millj-
ón tonna afla að landi frá því
skipið var smíðað.
Heimildir: www.heimaslod.is,
www.isfelag.is/sigurdur, Morgunblaðið.
Kveðjusigling frá Eyjum. Hér heldur Sigurður VE frá Eyjum í síðasta sinn og fær heiðursfylgd frá Herjólfi.
Sigurjón Ingvarsson skipstjóri í brúnni á Sigurði VE. Hér er verið að kasta á loðnutorfu árið 2011.
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
www.isfell.is
Óskum landsmönnum öllum
gleðiríkrar hátíðar og farsældar á nýju ári
Starfsfólk Ísfells