Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 36
36
um lögmæti ýmsa anga
kvótakerfa, svo sem í sjávar-
útvegi og í landbúnaði.
Ég veit ekki hvort ástæða
sé til að gera sér vonir um að
einhverjar málalyktir verði
um íslenska fiskveiðilöggjöf á
þessu kjörtímabili.“
- Er að þínu mati nauð-
synlegt að endurskoða lögin
um fiskveiðistjórnarkerfið svo
hægt sé að setja þessar enda-
lausu deilur niður? Hafa
þessar deilur ekki frá upphafi
snúist fyrst og fremst um það
hverjir eigi fiskinn í sjónum?
,,Það er háð pólitísku mati
hvort nauðsynlegt sé að end-
urskoða fiskveiðilöggjöfina. Í
samanburði við önnur fisk-
veiðiríki kemur íslensk fisk-
veiðistjórn vel út þar sem
ástand nytjastofna sjávar á Ís-
landsmiðum er allgott um
þessar mundir og sjávarút-
vegsfyrirtæki skila að jafnaði
myndarlegum hagnaði án
þess að atvinnustarfsemin sé
niðurgreidd, eins og í mörg-
um öðrum ríkjum, svo sem
innan Evrópusambandsins.
Spurningin um hver eigi
fiskinn í sjónum hefur átt þátt
í deilum um íslenska fisk-
veiðistjórn. Frá sjónarhóli
laga ætti svarið við þessari
spurningu að vera skýrt. Eng-
inn á óveiddan fisk í sjó þar
sem um er að ræða verðmæti
sem ekki er háð eignarrétti í
augnablikinu, þ.e., res nul-
lius. Á hinn bóginn er það
svo að með stoð í alþjóðalög-
um hafa strandríki rúmt svig-
rúm til að setja leikreglur um
stjórn fiskveiða. Vald til að
setja lög og framfylgja þeim
er ekki það sama og að eiga
eignarrétt. Með stoð í þessum
fullveldisrétti má skapa fyrir-
komulag þar sem heimildir til
að stunda fiskveiðar í at-
vinnuskyni njóta stjórnskipu-
legrar verndar sem eignarrétt-
indi.“
- Er nú að skapast meira
stjórnskipulegt svigrúm að
þínu mati til breyta reglum
um skipan fiskveiða?
,,Hið stjórnskipulega svig-
rúm er svipað nú og verið
hefur.“
- Hefur veiðigjaldið leitt
óbeint til þess að íslensk út-
gerð hefur verið þjóðnýtt?
,,Fram til þessa hefur
veiðigjaldið ekki leitt til þjóð-
nýtingar. Það getur breyst í
einstaka tilvikum ef lagaregl-
ur um sérstakt veiðigjald
koma til framkvæmda.“
Kæmi aldrei til greina í öðrum
atvinnugreinum
- Þú nefndir í þínu erindi að
þessi skattlagning mundi
aldrei vera liðin í öðrum at-
vinnugreinum hér á landi.
Geturðu nefnt dæmi um það
því til staðfestingar?
Helgi Áss segir að laga-
reglur um sérstakt veiðigjald,
sem ekki hafa enn komið til
framkvæmda vegna bráða-
birgðaákvæða sem gilt hafa á
fiskveiðiárunum 2012/13-
2013/14, byggi á flóknum
meðaltalsútreikningum á arð-
semi atvinnustarfsemi í fisk-
veiðum í sjó annars vegar og
fiskvinnslu hins vegar. Fyrir-
komulagið leiði til þess að
skattþegnanum beri að greiða
skatt eftir því hvernig gengur
hjá öðrum atvinnurekendum í
atvinnugreininni og jafnvel
atvinnurekendum sem eru í
annarri atvinnugrein, þ.e.
þegar útgerð án fiskvinnslu
er skattlögð vegna arðsemi í
fiskvinnslu.
,,Þessu til viðbótar er ætl-
unin að láta stjórnvöldum í té
ríkar heimildir til að hrinda
skattheimtunni í fram-
kvæmd,“ segir Helgi Áss.
,,Þessi aðferðafræði kæmi
aldrei til greina í öðrum at-
vinnugreinum, þar sem meiri
pólitískur stöðugleiki ríkir.
Þannig myndi engum detta í
hug að skattleggja þann sem
rekur meðalstórt gistiheimili á
Vestfjörðum á grundvelli af-
komutalna hjá stórum ferða-
þjónustuaðilum á borð við
Icelandair eða eftir atvikum
einskonar meðaltalsútreikn-
ingum yfir arðsemi í atvinnu-
greininni í heild og tengdri
atvinnugrein. Sömu líkingu
mætti nota í öðrum atvinnu-
greinum, svo sem í orkugeir-
anum, fjármálageiranum,
verslun og þjónustu. Enginn
atvinnurekandi í þeim geirum
myndi sætta sig við jafn skatt-
heimtu af þessu tagi, hvað þá
þegar skatthlutfallið er 65-
70%. Skattþegn í atvinnustarf-
semi verður jafnan að haga
rekstraráætlunum sínum í
samræmi við fyrirfram
ákveðna þætti og sem tengj-
ast gengi viðkomandi í at-
vinnurekstrinum, en ekki eftir
því hvernig árað hefur al-
mennt hjá öðrum aðilum í at-
vinnugreininni eða aðilum í
tengdri atvinnustarfsemi.
Auðlindaskattur, sem kom-
ið er á vegna náttúruauðlind-
ar sem ekki hefur verið num-
in, svo sem vegna olíu á hafi
úti, er einfaldari í framkvæmd
en þegar leggja á sértæka og
háa ofurskatta á þá sem þeg-
ar hafa um langt árabil nýtt
viðkomandi náttúruauðlind,
svo sem á við að jafnaði í
fiskveiðum í sjó,“segir Helgi
Áss Grétarsson, dósent við
lagadeild HÍ.
F I S K V E I Ð I L Ö G J Ö F I N