Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 36

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 36
36 um lögmæti ýmsa anga kvótakerfa, svo sem í sjávar- útvegi og í landbúnaði. Ég veit ekki hvort ástæða sé til að gera sér vonir um að einhverjar málalyktir verði um íslenska fiskveiðilöggjöf á þessu kjörtímabili.“ - Er að þínu mati nauð- synlegt að endurskoða lögin um fiskveiðistjórnarkerfið svo hægt sé að setja þessar enda- lausu deilur niður? Hafa þessar deilur ekki frá upphafi snúist fyrst og fremst um það hverjir eigi fiskinn í sjónum? ,,Það er háð pólitísku mati hvort nauðsynlegt sé að end- urskoða fiskveiðilöggjöfina. Í samanburði við önnur fisk- veiðiríki kemur íslensk fisk- veiðistjórn vel út þar sem ástand nytjastofna sjávar á Ís- landsmiðum er allgott um þessar mundir og sjávarút- vegsfyrirtæki skila að jafnaði myndarlegum hagnaði án þess að atvinnustarfsemin sé niðurgreidd, eins og í mörg- um öðrum ríkjum, svo sem innan Evrópusambandsins. Spurningin um hver eigi fiskinn í sjónum hefur átt þátt í deilum um íslenska fisk- veiðistjórn. Frá sjónarhóli laga ætti svarið við þessari spurningu að vera skýrt. Eng- inn á óveiddan fisk í sjó þar sem um er að ræða verðmæti sem ekki er háð eignarrétti í augnablikinu, þ.e., res nul- lius. Á hinn bóginn er það svo að með stoð í alþjóðalög- um hafa strandríki rúmt svig- rúm til að setja leikreglur um stjórn fiskveiða. Vald til að setja lög og framfylgja þeim er ekki það sama og að eiga eignarrétt. Með stoð í þessum fullveldisrétti má skapa fyrir- komulag þar sem heimildir til að stunda fiskveiðar í at- vinnuskyni njóta stjórnskipu- legrar verndar sem eignarrétt- indi.“ - Er nú að skapast meira stjórnskipulegt svigrúm að þínu mati til breyta reglum um skipan fiskveiða? ,,Hið stjórnskipulega svig- rúm er svipað nú og verið hefur.“ - Hefur veiðigjaldið leitt óbeint til þess að íslensk út- gerð hefur verið þjóðnýtt? ,,Fram til þessa hefur veiðigjaldið ekki leitt til þjóð- nýtingar. Það getur breyst í einstaka tilvikum ef lagaregl- ur um sérstakt veiðigjald koma til framkvæmda.“ Kæmi aldrei til greina í öðrum atvinnugreinum - Þú nefndir í þínu erindi að þessi skattlagning mundi aldrei vera liðin í öðrum at- vinnugreinum hér á landi. Geturðu nefnt dæmi um það því til staðfestingar? Helgi Áss segir að laga- reglur um sérstakt veiðigjald, sem ekki hafa enn komið til framkvæmda vegna bráða- birgðaákvæða sem gilt hafa á fiskveiðiárunum 2012/13- 2013/14, byggi á flóknum meðaltalsútreikningum á arð- semi atvinnustarfsemi í fisk- veiðum í sjó annars vegar og fiskvinnslu hins vegar. Fyrir- komulagið leiði til þess að skattþegnanum beri að greiða skatt eftir því hvernig gengur hjá öðrum atvinnurekendum í atvinnugreininni og jafnvel atvinnurekendum sem eru í annarri atvinnugrein, þ.e. þegar útgerð án fiskvinnslu er skattlögð vegna arðsemi í fiskvinnslu. ,,Þessu til viðbótar er ætl- unin að láta stjórnvöldum í té ríkar heimildir til að hrinda skattheimtunni í fram- kvæmd,“ segir Helgi Áss. ,,Þessi aðferðafræði kæmi aldrei til greina í öðrum at- vinnugreinum, þar sem meiri pólitískur stöðugleiki ríkir. Þannig myndi engum detta í hug að skattleggja þann sem rekur meðalstórt gistiheimili á Vestfjörðum á grundvelli af- komutalna hjá stórum ferða- þjónustuaðilum á borð við Icelandair eða eftir atvikum einskonar meðaltalsútreikn- ingum yfir arðsemi í atvinnu- greininni í heild og tengdri atvinnugrein. Sömu líkingu mætti nota í öðrum atvinnu- greinum, svo sem í orkugeir- anum, fjármálageiranum, verslun og þjónustu. Enginn atvinnurekandi í þeim geirum myndi sætta sig við jafn skatt- heimtu af þessu tagi, hvað þá þegar skatthlutfallið er 65- 70%. Skattþegn í atvinnustarf- semi verður jafnan að haga rekstraráætlunum sínum í samræmi við fyrirfram ákveðna þætti og sem tengj- ast gengi viðkomandi í at- vinnurekstrinum, en ekki eftir því hvernig árað hefur al- mennt hjá öðrum aðilum í at- vinnugreininni eða aðilum í tengdri atvinnustarfsemi. Auðlindaskattur, sem kom- ið er á vegna náttúruauðlind- ar sem ekki hefur verið num- in, svo sem vegna olíu á hafi úti, er einfaldari í framkvæmd en þegar leggja á sértæka og háa ofurskatta á þá sem þeg- ar hafa um langt árabil nýtt viðkomandi náttúruauðlind, svo sem á við að jafnaði í fiskveiðum í sjó,“segir Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild HÍ. F I S K V E I Ð I L Ö G J Ö F I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.