Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 47

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 47
47 næmisvaldandi efni þannig að eftir stendur prótein stoð- grind og Omega3 fitusýrur. Sárastoðefni Kerecis er notað við að meðhöndla þrálát sár sem koma oft í kjölfar lang- vinnrar sykursýki, t.d. þar sem blóðflæði er skert til fóta. Sárastoðefnið hefur ver- ið notað á yfir 200 sjúklinga hérlendis með góðum ár- angri. Ef ekkert er að gert geta þrálát sár leitt til aflim- unar en í Bandaríkjunum eru um 100.000 aflimanir fram- kæmdar á ári í tengslum við þrálát sár.“ Fyrirtækið framleiðir einn- ig krem sem virkar vel á harða húð á fótum, krem fyrir psoriasissjúklinga, krem fyrir exemissjúklinga auk þess sem fyrirtækið framleiðir krem sem er gott til að fjar- lægja húðnabba sem inngróin hár valda. Ensím gegn kvefi Zymetech ehf. var stofnað ár- ið 1996 í tengslum við rann- sóknir á ensímum úr þorski. Fyrirtækið leggur áherslu á rannsóknir, þróun og fram- leiðslu á snyrtivörum og lækningavörum úr þorskaen- símum við örverusýkingum, húðvandamálum og sára- græðingu. Fyrstu lyflækningatæki Zymetech eru komin á mark- að í Svíþjóð en snyrtivörur fyrirtækisins hafa verið á markaði hérlendis og erlendis frá árinu 2000. Margar nýjar vörur eru í pípunum. Ágústa Guðmundsdóttir rannsóknastjóri kynnti á fundinum nýjustu afurð fyrir- tækisins sem er munnúði gegn kvefi, ColdZyme. Uppi- staða þess er efnablanda með ensími úr þorskslógi sem ger- ir kvefveirurnar óvirkar. „Ens- ímin brjóta niður prótein á yf- irborði veira sem valda kvefi og gera þær óvirkar þannig að þær geta ekki lengur bundist við frumur sem þær myndu annars sýkja.“ Ágústa sagði að að baki vörunni liggi átta ára rann- sóknarvinna í samstarfi við sænskt líftæknifyrirtæki. Aukaafurðirnar í fiskvinnslu eru verðmætar Dr. Sigrún Mjöll Halldórsdótt- ir, verkefnastjóri hjá Matís, sagði frá samvinnu Matís og tveggja íslenskra fyrirtækja, MPF Ísland og Iceprotein. „Samvinnan hefur verið fólgin í því að þróa og setja upp ferla sem miða að því að nýta prótein úr aukaafurðum fiskvinnslu sem annars yrði hent eða nýtt í fiskimjöl. Til þess hafa verið notaðar tvær aðferðir. Í fyrsta lagi er það sýrubasameðhöndlun sem byggist á því að leysa upp próteinin og aðgreina þau þannig frá öðrum hluta auka- afurðanna. Afurðin sem fæst er próteinmassi sem má nýta í vörur eins og fiskibollur. Hin aðferðin sem við er- um að nota er ensímtækni en þá notum við ensím til að brjóta niður prótein í smærri einingar sem nefnast peptíð sem hafa heilsusamleg áhrif í líkamanum umfram hefð- bundið næringargildi t.d. blóðþrýstingslækkandi áhrif, kólesteróllæknandi áhrif og andoxunarvirkni. Þau hafa möguleika á að vera inni- haldsefni í fæðubótarefni og markfæði.“ Sigrún Mjöll sagði að víða um heim væri þránun í fiskaf- urðum vandamál þar sem í þeim eru efni sem hvetja til þránunar auk þess sem að- stæður við framleiðslu á peptíðum eru harðneskjuleg- ar sem hvetja til þránunar. „Þránunin veldur vondri lykt og bragði, minnkuðu næring- argildi og styttra geymsluþoli. N Ý S K Ö P U N Í S J Á V A R Ú T V E G I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.