Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 22
22 Fyrirkall hjá bátseigandanum Bátseigandinn Árni Guðlaugs- son hafði vökult auga með ungu útgerðarmönnunum og tók ævinlega upp hanskann fyrir þá ef honum þótti sem einhverjir á bryggjunum væru að finna að við drengina varðandi útgerðina. „Og ef hann þurfti að skamma okkur fyrir eitthvað þá gerði hann það aldrei á bryggjunum svo aðrir yrðu þess varir. Hann sagði okkur yfirleitt að koma heim til sín um kvöldið og við vorum alltaf skjálfandi á beinunum í þeim heimsókn- um. En alltaf var sama sagan, Þórgunnur konan hans Árna tók á móti okkur og hug- hreysti okkur og svo þegar við hittum Árna þá þóttist hann ekkert muna að hann hefði boðað okkur og ræddi bara málin góðlátlega við okkur. Eitt af því sem hann fann að við okkur var að við tókum stundum tvo með okkur á bátinn en það hafði hann bannað okkur. Við reyndum stundum að fela þann fjórða með því að láta hann liggja í bátnum meðan við rérum út úr höfninni!” Upphafið að sjómennskuferlinum Útgerð Sigga og Ara hf., eins og titillinn er á forsíðu afla- dagbókarinnar frá 1973 lauk með því ári. Þeir skráðu raunar í upphafi ársins 1974 að þeir hafi fullan áhuga á því að róa það vor og bókin endar á því að þeir gerðu lista yfir nauðsynlegar lagfær- ingar á bát og búnaði. „Þarna fengum við vinnu við að sendast með póstinn á Dal- víkinni og fengum fyrir það svolítinn pening þannig að útgerðin vék. En þetta eru mjög skemmtilegar minningar sem endurspegla vel hvernig tíðarandinn hefur breyst í þjóðfélaginu,“ segir Sigurður. „Svona lagað gæti sennilega ekki gerst í dag.“ Síðar lágu leiðir útgerðar- mannanna tveggja í stýri- mannaskóla og þaðan í sjó- mennsku. Þó voru þeir aldrei saman á sjó eftir þetta en Sig- urður var fyrst eftir nám með eigin bát á Dalvík, Merkúr, og síðan stýrimaður og skip- stjóri á bátum og togurum. Þeirra á meðal var Haraldur á Dalvík, bátar og togarar Blikaútgerðinni á Dalvík, tog- ararnir Kambaröst á Stöðvar- firði, Hjalteyri, Margréti hjá Samherja og síðan á Baldvin NC frá árinu 2004. Ari Gunnarsson lést hins vegar á 31 aldursári í hörmu- legu fjallgönguslysi á fjallinu Pumo Ri í Nepal árið 1991 en hafði fram að því haft sjó- mennskuna sem sitt aðalstarf. Reikningum var skilmerkilega haldið til haga. Hér er annars vegar innleggsnóta frá KEA á Dalvík fyrir 23 kílóum af grásleppuhrognum og hins vegar skemmtilegur reikn- ingur þar sem Kristján Þórhallsson, faðir Sigurðar, innheimtir útlagðan kostnað fyrir garni. Og sonurinn kvittar samviskusamlega á nótuna; Greitt - SK! Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.