Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 20
20
kíminn þegar hann er spurð-
ur hvort þeir hafi lagt námið
til hliðar til að gerast útgerð-
armenn á barnsaldri.
„Nei, nei. Við fórum bara
út strax eftir skóla á daginn
en það kannski kom fyrir að
við mættum ekki í síðasta
tímann!“
Hrognin drýgð með vatni
Alltaf slæddust nokkrar slepp-
ur í netin og safnaðist saman í
innlegginu í Kaupfélaginu.
„Gjarnan er miðað við að úr
einni sleppu fáist svo sem
eins og lítri af hrognum en
hjá okkur var magnið talsvert
meira. Við sáum auðvitað að
það mætti drýgja hrognin
með vatni og mig grunar að
karlarnir í móttökunni hafi nú
strax tekið eftir þessu en litið
framhjá því oftast nær. En
þegar við gerðumst heldur
grófir í að þynna sullið þá
helltu þeir vatninu af. Við
komumst ekki upp með hvað
sem er,“ en guttarnir fundu
samt eitt ágætt ráð til að
drýgja tekjurnar. Þegar þeir
mættu með fötuna til að vigta
lögðu þeir ullarsjóvettlingana
við hliðina á hrognafötunni á
vigtina en vigtarmennirnir í
móttökunni hjá KEA áttuðu
sig aldrei á því að inni í vell-
ingunum voru grjót sem held-
ur hífðu vigtina á hrognunum
upp! Það var því ýmsum að-
ferðum beitt.
Hásetar og launadeila
Áfram héldu þeir félagar upp-
teknum hætti vorið 1973. Nú
var að færast meiri bragur yfir
útgerðina, búið að útvega
betri net, dytta að bátnum og
búnaðinum og svo framvegis.
Stundum lögðu feðurnir
Kristján Þórhallsson og
Gunnar Arason þeim lið við
útgerðina og kom fyrir að
Kristján færi með í róður. En
hvor þeirra var skipstjórinn?
„Við ákváðum að hafa það
til skiptis, annað árið var það
Ari og síðan ég. En auðvitað
var það bara út á við. Við
vorum saman í þessu,“ segir
Siggi en samt sem áður þurfti
að gæta að skipulaginu því
hásetar voru ráðnir á bátinn.
„Fyrst réðum við skóla-
bróður okkar úr sömu götu,
Óla Vigni Jónsson, með okk-
ur sem háseta og stundum
kom fyrir að einhverjir úr
krakkahópnum fengju að
koma með. Það fylgdust allir
með þessu af miklum áhuga,“
segir Sigurður og bætir við að
þeir félagar hafi aldeilis verið
fljótir að ná háttum og tals-
máta útgerðarmanna þegar
kom að áhafnarmálunum.
Á árabátnum góða sem þeir félagar fengu til að stunda grásleppuveiðarnar. Hér hafa útgerðarfélagarnir tveir náð sér í svartfugl. Frá hægri: Ari Gunnarsson og Sigurður
Óli Kristjánsson. Með þeim eru þrír drengir; næstur Sigurði er Jakob sem kom frá Vestmanneyjum og dvaldi um tíma á Dalvík vegna gossins, þá bræðurnir Jakob og Helgi
Helgasynir.
Afladagbók Útgerðar Sigga og Ara hf. hefur að geyma skemmtilegar færslur Sig-
urðar á grásleppuvertíðinni árið 1973. Þessir ungu útgerðarmenn sóttu miðin á
sjálfan páskadag þetta vorið og afraksturinn voru tvær grásleppur þann daginn.
Æ G I S V I Ð T A L I Ð