Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 40
40 þessum tilmælum, en með hangandi hendi enda hafði ég litla trú á þessum vísind- um.“ Hann segir að það sé val hvers manns hvers hann neytir. Það sé ekki hægt að hafa vit fyrir fullorðnum mönnum hvað matarvenjur áhrærir. Vilji menn ekki það sem Níels Óskar reiðir fram geta þeir farið í kæliskápinn og fengið „eina svera“, þ.e.a.s. vel útilátna samloku. 1,3 lítri af kokteilsósu á mann! „Kokteilsósa er afar vinsæl um borð. Síðasti túr var óvenju langur og að gamni mínu fylgdist ég með því hve mikið fór af kokteilsósu. Það reyndust vera 23 lítrar þegar upp var staðið. Þetta þýðir hver skipverji hefur torgað að meðaltali tæpum 1,3 lítrum af kokteilsósu á rúmum mán- uði,“ segir Níels Óskar. Hann segist ekki fáanlegur til þess að taka undir það að kokteilssósa flokkist undir óhollustu. Hún sé gerð úr majonesi og tómatsósu. „Majonesið samanstendur af eggjum og jurtaolíu. Eggin eru stífþeytt og olían látin drjúpa út í eggin. Smám sam- an þykknar þetta og það er allur galdurinn. Til að gera kokteilsósu er bætt úr í þetta tómatsósu. Ég kem ekki auga á óhollustuna í þessu.“ Níels Óskar leggur mikið upp úr fjölbreytni á matseðl- inum og reynir að hafa aldrei sama réttinn tvisvar í sama túr. Það sé markmiðið en ráðist þó af lengd úthaldsins og hráefnum hvort það tekst. Í hverri viku matreiðir hann fjórtán máltíðir, þar af eru fiskréttir fjórum til fimm sinn- um í viku. „Menn mæta í mat til þess að fylla á tankinn því það eru allir í hörkuvinnu um borð í svona skipi. Yfir vetrartímann eru oft aftakaveður og menn brenna meira við slíkar að- stæður. Þá þýðir ekki að bjóða upp á eitthvað létt- meti.“ Gott að vinna á sjó Starf kokksins er nánast stöð- ugt frá morgni til kvölds. Upp úr morgunmatnum hefst und- irbúningur að hádegisverði en Níels Óskar kveðst haga því svo til að hann taki sér pásu frá kl. 13.30 til kl. 15.30. Það er hans heilaga stund sem hann nýtir til lesturs. „Ég les mikið til sjós – eða 4-5 bækur í hverjum túr. Ég er sólginn í sakamálasögur en svo fylgir einstaka fræðibók með. Ég hef lesið Laxnes eins og hann leggur sig.“ Hann segir að allur aðbún- aður um borð sé algjörlega til fyrirmyndar. Þar sé gott inter- netsamband og sjónvarp eins og í landi. GSM-símar virka fullkomlega og kostnaðurinn af þeirri notkun bara svipuð og í landi. „Ég verð að segja fyrir mína parta að ég hlakka alltaf til að fara aftur út á sjó. Ég hef það jafnvel enn betra úti á sjó en heima. Ég hef alltaf eitthvað fyrir stafni, fastur vinnutími og allt í skorðum. Mér leiðist þó alls ekki þegar ég í landi því ég á sex barna- börn sem gefa mér mikið. Það er gott líf að vera sjó- Allt til línuveiða www.isfell.is Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is S J Ó M E N N S K A N „Ég hlakka alltaf til að fara aftur út á sjó. Ég hef það jafnvel enn betra úti á sjó en heima. Ég hef alltaf eitthvað fyrir stafni, fastur vinnutími og allt í skorðum,“ segir Níels Óskar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.