Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 54
54
F R É T T I R
„Við seljum um þrjú tonn af
kæstri skötu nú fyrir jólin,
törnin byrjar alltaf um það bil
viku fyrir Þorláksmessu. Salan
byrjar hinsvegar miklu fyrr og
við seljum raunar skötu allan
ársins hring. Undirbúningur
fyrir jólin byrjar þremur mán-
uðum áður, sjálf verkunin. Í
nóvember er svolítið um að
fólk kaupi skötu til þess að
taka með sér erlendis svo
hægt sé að hafa almennilega
skötuveislu á Þorláksmessu,“
segir Jón Garðar Sigurvinsson,
eigandi Litlu Fiskbúðarinnar í
Hafnarfirði.
„Verkunin fer þannig fram
að við setjum grindur í botn á
kari svo það nái að leka vel
fra skötunni. Síðan röðum við
skötunni í karið þar til það er
orðið fullt, og lokum karinu
vel og vandlega, pössum að
ekkert loft komist inn. Skatan
er svo látin verkast í sjö til tíu
vikur en ef hún á ekki að
vera mjög sterk þá er hún
höfð í styttri tíma. Það er
hægt að fá skötuna mjög vel
kæsta eða lítið, allt eftir því
hvað hentar fólki. Við mæl-
um með því að þeir sem eru
ekki mjög vanir því að borða
skötu kaupi sér lítið kæsta
skötu og eins fyrir börn.
Reyndar er ég þeirrar skoð-
unar að skólar og mötuneyti
ættu að bjóða meira upp á
skötu, til þess að venja börn-
in við. Þetta er herramanns
matur og sjálfur borða ég
hana allt árið, helst vel kæsta.
Á sumrin grilla ég hana, set
hana á álbakka með vatni og
sýð hana á grillinu. Það geri
ég oft og finnst það sérstak-
lega gott í útilegum, þá pirrar
maður ekki neinn með lykt-
inni,“ segir Jón Garðar kím-
inn.
Skata í tonnavís fyrir jólin
Skatan er skorin niður áður en hún er sett í kar, þar sem hún er geymd í sjö til tíu vikur. Að því loknu er hún orðin vel kæst og tilbúin á borð landsmanna á Þorláks-
messu.
Jóni Garðar í Litlu Fiskbúðinni þykir gott að grilla skötu. Hann segist selja um þrjú
tonn af skötu fyrir jólin.
SKIP
LAND ALLT
SKOÐUM
UM
Skipaskoðunarsvið
Þínir menn í skipaskoðun
-áratuga reynsla
Stefán Hans Stephensen ..................s. 8608378 stefans@frumherji.is
Axel Axelsson ...................................s. 8608379 axela@frumherji.is
Einar Hilmarsson ...............................s. 8651490 einarjh@frumherji.is
Guðmundur Hanning Kristinsson .....s. 8608377
BE
TR
I S
TO
FA
N