Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 24

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 24
24 Þ J Ó N U S T A Þéttriðið net áfangastaða Ice- landair Cargo gegnir lykilhlut- verki við að koma íslenskum sjávarafurðum á kröfuharða markaði erlendis hraðar – og þar með enn ferskari – en helstu samkeppnisþjóðir okk- ar geta keppt við með sínum afurðum. Gæði og afhending- aröryggi eru grunnþættir í markaðssetningu sjávaraf- urða. Þar kemur þjónusta Ice- landair Cargo sterkt inn í heildarmyndina. „Íslenskar sjávarafurðir eru í fremstu röð en því til við- bótar færir þjónusta okkar framleiðendum hér á landi enn frekara forskot í kapp- hlaupinu við helstu sam- keppnisaðila á markaði,“ seg- ir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, en þjónusta fyrirtækis- ins hefur vaxið hröðum skref- um á síðustu árum. Dagleg tenging við 15 borgir Icelandair Cargo býður upp á daglegar tengingar við 15 borgir, sem margar eru á mikilvægustu markaðssvæð- um íslenskra sjávarafurða; Liege, Amsterdam, París og Frankfurt, auk bæði London og East Midlands-flugvallar í Englandi. Þá hefur útflutning- ur ferskra afurða til Banda- ríkjanna aukist hröðum skref- um í gegnum beint flug til Boston og New York. Með heilsársflugi til Toronto hefur þar einnig opnast nýr mark- aður. Auk þess eru bein flug til 22 annarra staða með mis- mikilli tíðni. Heildarleiðakerf- ið býður upp á flutninga til 37 áfangastaða beggja vegna Atlantshafsins. Fyrir tilstilli þjónustunets Icelandair Cargo er nú leikur einn að koma ferskum fiski frá Íslandi alla leið á disk neytenda innan við 48 stund- um eftir að hann var veiddur. „Þetta hefur komið mörgum reynsluboltanum innan sjáv- arútvegsins á óvart,“ segir Gunnar Már og rekur ferlið í stuttu máli: Frá veiðum á matborð á 48 tímum Fiskur er veiddur aðfaranótt þriðjudags, honum landað að morgni, hann verkaður og kominn í umbúðir og svo í flug síðdegis. Kaupandi tekur við honum úr kæligeymslu erlendis snemma næsta morgun og á hádegi er varan komin í kæliborð verslana. Neytandi kaupir vöruna og eldar að kvöldi. „Ég geri ekki lítið úr gæð- um afurðanna en afhending- aröryggið er í mínum huga dýrmætasti þátturinn í mark- aðsstarfinu. Verðmætustu við- skiptavinirnir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru þeir sem geta treyst á afhendingu. Þar stöndum við vel að vígi. Þjónustunetið okkar er þétt þannig að fari eitthvað úr- skeiðis getum við gripið til varaáætlunar og tryggt að af- urðirnar skili sér á réttum tíma,“ segir Gunnar Már. Gæðin metnaðarmál Hann segir að innan sjávarút- vegsins hafi á síðustu árum orðið vitundarvakning um mikilvægi kælingar á sjávar- furðum. „Samfara þessari vakningu höfum við aukið gæðin innan okkar eigin flutningskerfis. Við fylgjumst vel með vörunni frá því hún berst okkur og gerum t.d. hitastigsprófanir með reglu- legu millibili þar sem um er að ræða kælivöru. Við leggj- um okkur alla fram um að viðhalda gæðum vörunnar sem við fáum í hendur. Það er okkur einfaldlega metnað- armál,“ segir Gunnar Már. Icelandair Cargo í lykilhlutverki í markaðssetningu sjávarafurða: Fiskur á disk erlendra neytenda á innan við 48 tímum frá veiðum Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, stendur hér við kort af leiðakerfi Icelandair. Vörum hlaðið um borð í vél frá Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.