Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 18
18 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Snemma beygist krókurinn! Dalvíkingurinn Sigurður Óli Kristjánsson, skipstjóri á togaranum Baldvin NC, sem er í eigu dótturfélags Sam- herja hf., er sjómannssonur og eins og algengt var á sjó- mannaheimilum á sínum tíma voru feðurnir mánuðum sam- an í útiverum, m.a. á síld í Norðursjó. Lífið snerist um sjóinn á Dalvíkinni á uppvaxt- arárum Sigurðar og leiksvæði barnanna var ekki síst hafnar- svæðið og fjaran. Það var ekki að undra að áhugi kviknaði í barnshjörtunum á bátum en Sigurður og nágranni hans, jafnaldri og leikfélagi, Ari Gunnarsson, létu ekki þar við sitja. Þeir hófu einfaldlega út- gerð 11 ára gamlir og gerðu út á grásleppu í tvö ár með barnaskólanáminu! Og höfðu meira að segja skólabræður sína í vinnu sem háseta. Þessi skemmtilega saga hófst árið 1972 þegar sjó- mannssynirnir tveir voru að- eins 11 ára gamlir. Á þessum árum voru trillurnar orðnar allsráðandi á grásleppuveið- unum og spil komin í bátana og grásleppunetin dregin á þeim. Áður höfðu grásleppu- karlarnir dregið með sér litla árabáta sem notaðir voru til að fara með netunum og greiða aflann úr þeim en eftir að spilin komu í trillurnar voru árabátarnir óþarfir. Það voru því nokkrir litlir og verkefnalitlir árabátar í höfn- inni á Dalvík sem vöktu áhuga yngstu kynslóðarinnar. „Eins og venjulega vorum við að þvælast hjá trillukörl- unum í skúrunum og þá voru tveir þeirra að henda nokkr- um ónýtum grásleppu- og rauðmaganetum. Partur úr einu þeirra var í lagi og hann fengum við að eiga. Þá var bara að verða sér úti um ára- bát og annað hvort stálumst við eða fengum einhvern lán- aðan til að leggja netið skammt utan við höfnina. Það gerðum við og fengum nokkra rauðmaga sem við síðan gengum með í hús og seldum. Og þar með vorum við auðvitað komnir á bragð- ið,“ segir Sigurður þegar hann rifjar þessar skemmti- legu minningar upp. Uppáskrift frá foreldrunum Bátslausir gátu drengirnir ekki geta verið í ljósi þess að þeir áttu netstubb þannig að þeir fóru að suða í Árna Guð- laugssyni, einum af trillukörl- unum, um að leyfa þeim að nota árabátinn hans til grá- sleppuveiða. Grásleppu- útgerð Sigga og Ara hf.!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.