Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2013, Side 18

Ægir - 01.09.2013, Side 18
18 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Snemma beygist krókurinn! Dalvíkingurinn Sigurður Óli Kristjánsson, skipstjóri á togaranum Baldvin NC, sem er í eigu dótturfélags Sam- herja hf., er sjómannssonur og eins og algengt var á sjó- mannaheimilum á sínum tíma voru feðurnir mánuðum sam- an í útiverum, m.a. á síld í Norðursjó. Lífið snerist um sjóinn á Dalvíkinni á uppvaxt- arárum Sigurðar og leiksvæði barnanna var ekki síst hafnar- svæðið og fjaran. Það var ekki að undra að áhugi kviknaði í barnshjörtunum á bátum en Sigurður og nágranni hans, jafnaldri og leikfélagi, Ari Gunnarsson, létu ekki þar við sitja. Þeir hófu einfaldlega út- gerð 11 ára gamlir og gerðu út á grásleppu í tvö ár með barnaskólanáminu! Og höfðu meira að segja skólabræður sína í vinnu sem háseta. Þessi skemmtilega saga hófst árið 1972 þegar sjó- mannssynirnir tveir voru að- eins 11 ára gamlir. Á þessum árum voru trillurnar orðnar allsráðandi á grásleppuveið- unum og spil komin í bátana og grásleppunetin dregin á þeim. Áður höfðu grásleppu- karlarnir dregið með sér litla árabáta sem notaðir voru til að fara með netunum og greiða aflann úr þeim en eftir að spilin komu í trillurnar voru árabátarnir óþarfir. Það voru því nokkrir litlir og verkefnalitlir árabátar í höfn- inni á Dalvík sem vöktu áhuga yngstu kynslóðarinnar. „Eins og venjulega vorum við að þvælast hjá trillukörl- unum í skúrunum og þá voru tveir þeirra að henda nokkr- um ónýtum grásleppu- og rauðmaganetum. Partur úr einu þeirra var í lagi og hann fengum við að eiga. Þá var bara að verða sér úti um ára- bát og annað hvort stálumst við eða fengum einhvern lán- aðan til að leggja netið skammt utan við höfnina. Það gerðum við og fengum nokkra rauðmaga sem við síðan gengum með í hús og seldum. Og þar með vorum við auðvitað komnir á bragð- ið,“ segir Sigurður þegar hann rifjar þessar skemmti- legu minningar upp. Uppáskrift frá foreldrunum Bátslausir gátu drengirnir ekki geta verið í ljósi þess að þeir áttu netstubb þannig að þeir fóru að suða í Árna Guð- laugssyni, einum af trillukörl- unum, um að leyfa þeim að nota árabátinn hans til grá- sleppuveiða. Grásleppu- útgerð Sigga og Ara hf.!

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.