Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 29

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 29
29 Ú T G E R Ð ar. Einnig var skipt um skut- gaflana og stálplötur þar sem þess þurfti. Bæði skuthlið og fiskilúga voru endurnýjuð. Vatnstankarnir voru sand- blásnir og málaðir. Skipið var reyndar allt sandblásið frá masturstoppum niður í kjöl. Öll lágþrýstispilrör voru tekin niður, sandblásin og máluð og háþrýstirör á dekki voru öll endurnýjuð,“ segir Gísli Jónmundsson en í máli hans kemur fram að margt fleira, sem of langt mál væri að telja upp hér, hafi verið gert. Hann nefnir ýmsar lagfæring- ar á íbúðum skipverja. Sömu- leiðis hafi allar rúður verið teknar úr brúnni, glugga- karmarnir sandblásnir og sinkaðir áður en rúðunum var komið fyrir að nýju. Frumraun í breytingu frystitogara Eiríkur Ragnarsson skipstjóri á Helgu Maríu og Loftur Bjarni Gíslason, útgerðarstjóri ísfiskskipa HB Granda, eru sáttir við breytingarnar á Helgu Maríu. „Þetta er í fyrsta sinn sem sérsmíðuðum frystitogara er breytt í ísfisktogara,“ segir Ei- ríkur en Helga María var smíðuð í Flekkefjord í Noregi 1988 fyrir Sjólastöðina. Skipið komst síðan í eigu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og við sameiningu þess fyrirtæk- is og Granda varð það hluti af flota HB Granda. „Markmiðið er að bæta kælinguna og gæðin á fiskin- um. Það verður góð vinnuað- staða og gott pláss en vinnan við fiskinn er sú sama og áð- ur,“ segir Eiríkur. Vegna betri afkomu land- vinnslunnar og skerðingar á aflaheimildum ákvað HB Grandi að leggja einum frysti- togara og breyta öðrum í ís- fisktogara. Á næsta fiskveiði- ári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. „Helga María hentaði vel til breytinga og ísfiskurinn er að gefa fyrirtækinu meiri verðmæti miðað við markað- inn eins og hann er núna. Það vantaði meira inn í vinnsluna hjá fyrirtækinu og Helga María á að ráða bót á því,“ segir Eiríkur. Aukin nýting - meiri verðmæti Loftur Bjarni segir að HB Grandi leggi mikla áherslu á góða nýtingu sjávarauðlindar- innar og endurspeglist sú áhersla í breytingunum á Helgu Maríu. Með þeim muni nýting á veiðiheimildum skipsins aukast um nærfellt 10%, magn sem áður fór að mestu í hafið. Reiknað er með að landvinnsla HB Granda á þorski aukist úr 3.400 tonnum í 6.500 tonn, sem verði að mestu leyti unn- ið á Akranesi. „Það er mat félagsins að meiri verðmætasköpun muni í framtíðinni felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal ann- ars vegna aukinnar eftir- spurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum,“ segir Loftur Bjarni. „Við höfum þegar fjölgað starfsmönnum hér í Norður- garði um 40-50 manns og um 20 manns á Akranesi, störf sem eru tilkomin vegna þess- ara áherslubreytinga í rekstri félagsins. Breytingin á vænt- anlega eftir að hafa enn meiri áhrif á atvinnuframboð HB Granda.“ Framhaldið ræðst af reynslunni í Helgu Maríu Miklar framkvæmdir standa yfir á vinnsludekki skipsins og ljóst að það fer ekki á veiðar fyrr en á nýju ári. „Við ákváðum að setja flokkara um borð til að sjá hvernig það reynist. Við byrj- um á því að flokka ufsann og ætlum að sjá reynslu af henni,“ segir Loftur Bjarni. Öll áhersla verður lögð á aukin gæði aflans og að baki liggja miklar stúderingar á blóðgunartíma og kælingu á aflanum. Pláss verður fyrir 680 kör í lest skipsins og vinnuaðstaða er þar öll til fyr- irmyndar. Loftur Bjarni segir að HB Ég hef notað vörurnar frá Hafkalki undanfarið. Móðir mín mælti með þeim og fullyrti að þær myndu hjálpa mér í íþróttunum. Hafkalk hef ég notað í eitt og hálft ár og síðan mæli ég sérstaklega með Hafkrilli og Haf-Ró. Þessi fæðubótarefni hafa hjálpað mér mikið við að jafna mig eftir erfiða leiki og æfingar. Verandi orðinn 31 árs þarf ég að leita allra leiða til að hjálpa líkamanum við endurheimt því oft er stutt í næsta leik. HEILSUVÖRUR ÚR HAFINU www.hafkalk.is Mér líður mun betur eftir átökin núna og er fljótari að jafna mig, stirðleiki og verkir hafa minnkað til muna. Ég mæli því sterklega með vörunum frá Hafkalki og er þakklátur fyrir að hafa verið bent á þær. Hlynur Bæringsson Landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta og leikmaður Sundsvall Dragons í Svíþjóð. NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI ÁN AUKAEFNA Hlynur Bæringsson notar fæðubótarefni frá Hafkalki ehf. Fæðubótarefnin frá Hafkalki eru framleidd úr náttúrulegum hráefnum og eru án aukaefna. Skipt var um efra dekkið frá skutrennu fram fyrir gömlu lestarlúguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.