Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 15
15
S K I P I N
mestu lætin kannski fyrir of-
an brú,“ segir Kristbjörn.
Til karfaveiða við
Nýfundnaland
Sigurður VE var smíðaður í
Seebeck Werft skipasmíða-
stöðnni Bremerhaven í
Þýskalandi árið 1960 fyrir Ís-
fell á Flateyri, en það fyrir-
tæki var í eigu Einars Sigurðs-
sonar, Einars ríka, eins og
hann var oftast nefndur. Skip-
inu var gefið nafn 13. apríl
1960 af Elísabetu Einarsdótt-
ur. Talið er að nafngift skips-
ins sé í höfuðið á Sigurði
hreppstjóra, föður Einars Sig-
urðssonar.
Sigurður hlaut fyrst ein-
kennisstafina ÍS 33 en var
aldrei gerður út frá Flateyri
heldur Reykjavík enda var
hann síðar skráður í Reykja-
vík og hlaut þá einkennisstaf-
ina RE 4. Hann var í eigu Ís-
fells til 1984. Þá eignaðist
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja
hann og 1992 varð hann eign
Ísfélagsins þegar Hraðfrysti-
stöðin og Ísfélagið sameinuð-
ust. Þá fékk hann einkennis-
stafina VE 15.
Á vefnum www.heima-
slod.is, sem er sögu- og
menningarvefur Vestmanna-
eyjabæjar, segir að upphaf-
legi tilgangurinn með kaup-
unum á Sigurði hafi verið sá
að senda hann til karfaveiða
við Nýfundnaland en togarar
höfðu þá mokað karfanum
upp þar. Skipstjóri á Sigurði
er hann kom til landsins var
Pétur Jóhannsson en hann
var það einungis fáa túra, því
skömmu eftir að Sigurður hóf
veiðar var karfinn við Ný-
fundnaland uppurinn og því
lítil verkefni fyrir skipið.
Átta sinnum aflahæstur
togara
Sigurði var lagt í tvö ár áður
en skipið hóf síldarflutninga.
Árið 1963 hóf það veiðar að
nýju sem togari á Íslandsmið-
um. Skipstjóri var Auðunn
Auðunsson og varð þá strax
mikið afla- og happaskip.
Guðbjörn Jensson tók við
skipstjórn á Sigurði haustið
HDS 10/20-4 M
30-200 bör
500-1000 ltr/klst
HDS 8/17-4 M
30-170 bör
400-800 ltr/klst
HDS 5/11 U/UX
110 bör
450 ltr/klst
1x230 volt
Gufudælur
Aflmiklir vinnuþjarkar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Loðnan flæðir um borð í Sigurð VE. Á röskri hálfri öld var afli skipsins um ein millj-
ón tonna.
Skipinu var ávallt vel við haldið eins og sjá má. Athyglisvert er að baðkar var um
borð en slíkt er fátítt í skipum.