Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 34

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 34
34 F I S K V E I Ð I L Ö G J Ö F I N Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og Helgi Áss Grétarsson, dós- ent í lagadeild Háskóla Ís- lands, skiptust á skoðunum um veiðigjald á fundi mál- fundafélags Lögréttu, félags laganema í Háskólanum í Reykjavík, fyrir nokkru. Jón Steinar hefur látið þá skoðun í ljósi opinberlega að veiði- gjald standist ekki stjórnar- skrá, en Helgi Áss er honum ekki sammála. Á ráðstefnu RNH og félagsvísindasviðs Háskóla Íslands 14. október sl. reifaði dr. Ragnar Árnason ýmis hagfræðileg rök gegn sérstökum skatti á íslenskan sjávarútveg, meðal annars með tilliti til þess að hann eigi í síharðnandi samkeppni við sjávarútveg í öðrum Evr- ópulöndum. Þeir Jón Steinar og Helgi Áss ræddu hins veg- ar hin lögfræðilegu sjónarmið um málið þar á meðal dóma- fordæmi og túlkun stjórnar- skrárinnar og laga um fisk- veiðar. RNH kynnti þennan fund Lögréttu sem þátt í sam- starfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evr- ópu, Ísland og framtíð kapít- alismans.“ Helgi Áss Grétarsson er stórmeistari í skák, lauk laga- prófi frá Háskóla Íslands 2005 og öðlaðist réttindi héraðs- dómslögmanns 2006. Hann er dósent í lagadeild Háskóla Ís- lands með eignarrétt að sér- sviði. Hann hefur skrifað tvær bækur, Réttarsögu fiskveiða 2008 og Þjóðina og kvótann 2011. Jón Steinar Gunnlaugsson lauk lagaprófi frá Háskóla Ís- lands 1973 og starfaði sem héraðsdómslögmaður og hæstaréttarlögmaður, uns hann var skipaður hæstarétt- ardómari 2004. Hann lét af því starfi 2012. Jón Steinar var einnig prófessor í lögum í Háskólanum í Reykjavík 2002–2004. Hann hefur skrif- að þrjár bækur, Deilt á dóm- arana (1987), Um fordæmi og valdmörk dómstóla (2003) og Um málskot í einkamálum (2005). Veiðigjaldið og 72. grein stjórnarskrárinnar Jón Steinar hefur látið þá skoðun í ljós opinberlega og ítrekaði hana á fundi í Há- skólanum í Reykjavík, að veiðigjald standist ekki 72. grein stjórnarskrárinnar. Helgi Áss Grétarsson var honum alls ekki sammála og var spurður hver væru hans helstu rök rök fyrir þessum skatti á íslenskan sjávarútveg? Standast þessi lög ákvæði stjórnarskrárinnar, Helgi Áss? ,,Ég tel ekki þörf á að færa rök fyrir sérstökum skatti á ís- lenskan sjávarútveg þar sem slík rökræða tilheyrir stjórn- málum fremur en lögfræði. Eigi að síður má ráða af at- hugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum um veiðigjald nr. 74/2012 að nytjastofnar sjávar á Íslandsmiðum tilheyri þjóð- arheildinni og því sé réttlæt- anlegt að leggja á sérstakan skatt á þá sem stunda fisk- veiðar í atvinnuskyni og hafa umráð svokallaðra veiðiheim- ilda, fyrst og fremst aflaheim- ilda/aflakvóta. Þótt höfundar þess frumvarps gefi til kynna að hvorki almennt veiðigjald né sérstakt veiðigjald flokkist sem skattur er óumflýjanlegt annað en að líta á þessi gjöld sem skatta. Þessi niðurstaða er m.a. reist á því að veiði- gjöld eru lögð á afmarkaðan Ég tel að íslenska fiskveiðilöggjöfin sé flókin en hún er það einnig í öðrum ríkjum, svo sem í Noregi og í Evrópusambandinu. Eðlilegt er í lýðræðisríki að deilt sé um lögmæti ýmsa anga kvótakerfa, svo sem í sjávarútvegi og í landbúnaði. Ég veit ekki hvort ástæða sé til að gera sér vonir um að einhverjar málalyktir verði um íslenska fiskveiðilöggjöf á þessu kjörtímabili. Strandríki hafa svigrúm til að setja leikreglur um stjórn fiskveiða - segir Helgi Áss Grétarsson dósent við lagadeild HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.