Ægir - 01.09.2013, Qupperneq 34
34
F I S K V E I Ð I L Ö G J Ö F I N
Jón Steinar Gunnlaugsson,
fyrrverandi hæstaréttardómari
og Helgi Áss Grétarsson, dós-
ent í lagadeild Háskóla Ís-
lands, skiptust á skoðunum
um veiðigjald á fundi mál-
fundafélags Lögréttu, félags
laganema í Háskólanum í
Reykjavík, fyrir nokkru. Jón
Steinar hefur látið þá skoðun
í ljósi opinberlega að veiði-
gjald standist ekki stjórnar-
skrá, en Helgi Áss er honum
ekki sammála. Á ráðstefnu
RNH og félagsvísindasviðs
Háskóla Íslands 14. október
sl. reifaði dr. Ragnar Árnason
ýmis hagfræðileg rök gegn
sérstökum skatti á íslenskan
sjávarútveg, meðal annars
með tilliti til þess að hann
eigi í síharðnandi samkeppni
við sjávarútveg í öðrum Evr-
ópulöndum. Þeir Jón Steinar
og Helgi Áss ræddu hins veg-
ar hin lögfræðilegu sjónarmið
um málið þar á meðal dóma-
fordæmi og túlkun stjórnar-
skrárinnar og laga um fisk-
veiðar. RNH kynnti þennan
fund Lögréttu sem þátt í sam-
starfsverkefni RNH og AECR,
Evrópusamtaka íhaldsmanna
og umbótasinna, um „Evr-
ópu, Ísland og framtíð kapít-
alismans.“
Helgi Áss Grétarsson er
stórmeistari í skák, lauk laga-
prófi frá Háskóla Íslands 2005
og öðlaðist réttindi héraðs-
dómslögmanns 2006. Hann er
dósent í lagadeild Háskóla Ís-
lands með eignarrétt að sér-
sviði. Hann hefur skrifað tvær
bækur, Réttarsögu fiskveiða
2008 og Þjóðina og kvótann
2011.
Jón Steinar Gunnlaugsson
lauk lagaprófi frá Háskóla Ís-
lands 1973 og starfaði sem
héraðsdómslögmaður og
hæstaréttarlögmaður, uns
hann var skipaður hæstarétt-
ardómari 2004. Hann lét af
því starfi 2012. Jón Steinar
var einnig prófessor í lögum í
Háskólanum í Reykjavík
2002–2004. Hann hefur skrif-
að þrjár bækur, Deilt á dóm-
arana (1987), Um fordæmi og
valdmörk dómstóla (2003) og
Um málskot í einkamálum
(2005).
Veiðigjaldið og 72. grein
stjórnarskrárinnar
Jón Steinar hefur látið þá
skoðun í ljós opinberlega og
ítrekaði hana á fundi í Há-
skólanum í Reykjavík, að
veiðigjald standist ekki 72.
grein stjórnarskrárinnar. Helgi
Áss Grétarsson var honum
alls ekki sammála og var
spurður hver væru hans
helstu rök rök fyrir þessum
skatti á íslenskan sjávarútveg?
Standast þessi lög ákvæði
stjórnarskrárinnar, Helgi Áss?
,,Ég tel ekki þörf á að færa
rök fyrir sérstökum skatti á ís-
lenskan sjávarútveg þar sem
slík rökræða tilheyrir stjórn-
málum fremur en lögfræði.
Eigi að síður má ráða af at-
hugasemdum sem fylgdu
frumvarpi því sem varð að
lögum um veiðigjald nr.
74/2012 að nytjastofnar sjávar
á Íslandsmiðum tilheyri þjóð-
arheildinni og því sé réttlæt-
anlegt að leggja á sérstakan
skatt á þá sem stunda fisk-
veiðar í atvinnuskyni og hafa
umráð svokallaðra veiðiheim-
ilda, fyrst og fremst aflaheim-
ilda/aflakvóta. Þótt höfundar
þess frumvarps gefi til kynna
að hvorki almennt veiðigjald
né sérstakt veiðigjald flokkist
sem skattur er óumflýjanlegt
annað en að líta á þessi gjöld
sem skatta. Þessi niðurstaða
er m.a. reist á því að veiði-
gjöld eru lögð á afmarkaðan
Ég tel að íslenska fiskveiðilöggjöfin sé flókin en hún er það einnig í öðrum
ríkjum, svo sem í Noregi og í Evrópusambandinu. Eðlilegt er í lýðræðisríki að
deilt sé um lögmæti ýmsa anga kvótakerfa, svo sem í sjávarútvegi og í
landbúnaði. Ég veit ekki hvort ástæða sé til að gera sér vonir um að einhverjar
málalyktir verði um íslenska fiskveiðilöggjöf á þessu kjörtímabili.
Strandríki hafa
svigrúm til að
setja leikreglur um
stjórn fiskveiða
- segir Helgi Áss Grétarsson dósent við lagadeild HÍ