Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 19
19 Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Árni ansaði því auðvitað litlu þangað til hann hristi okkur af sér með því svari að við þyrftum að koma með uppáskrift frá mæðrum okkar um að við mættum fá bátinn og róa út á sjó. Hann hefur örugglega verið viss um að þar með yrði þetta mál úr sögunni en nú tók við að sannfæra mæðurnar og báðir skrifuðum við bréf til feðra okkar sem voru í Norður- sjónum þar sem við báðum um leyfi fyrir þessu og rök- studdum hvers vegna þeir ættu að leyfa okkur þetta. Endirinn var sá að við feng- um samþykkið frá foreldrun- um og aftur var haldið í skúr- inn til Árna með uppáskrifað plagg. Ég man alltaf að þegar við birtumst var hann eitt- hvað að nostra við netin og lét okkur bíða um stund. Síð- an bað hann okkur að rétta sér blaðið, seildist ofan í vasa sinn eftir gleraugunum og las síðan yfir steinþegjandi. Ann- að slagið leit hann á okkur yfir gleraugun og las svo blaðið aftur yfir. En hann stóð við loforðið og bátinn fengum við. Nokkrar reglur setti hann okkur, meðal ann- ars þurftum við að halda bátnum við og hjálpa honum sjálfum með einhver viðvik en mig minnir að það hafi nú aldrei verið neitt að ráði. Þarna vorum við komnir með bát og nú byrjaði útgerðar- ævintýrið fyrir alvöru.“ Viðskiptasamningur við Kaupfélagið Ellefu ára útgerðarmennirnir biðu ekki boðanna. Það var skundað í Kaupfélagið og samið um úttekt á málningu á bátinn og fleira sem útgerð- in þyrfti og að sjálfsögðu um að KEA tæki við hrognunum. Svo þurfti að skrapa saman einhverjum nothæfum veiðar- færum og þar féll ýmislegt til, á hafnarsvæðinu, í fjörunum og víðar. Og svo var byrjað. „Við rérum ekki langt en þó 1-3 kílómetra norður fyrir höfnina á Dalvík. Grásleppu- karlarnir fylgdust grannt með okkur og sögðu okkur að bestu miðin væru rétt fram undan tönkunum norðan við höfnina. Við áttuðum okkur fljótlega á því að það gæti ekki verið því enginn þeirra lagði net þar. Þeir vildu auð- vitað ekki að við færum að róa eitthvað langt út frá höfn- inni,“ segir Siggi og hlær. Þetta var í apríl og maí ár- ið 1972. Eins og vera ber voru drengirnir í Dalvíkur- skóla og Sigurður verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.