Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 52
52
F I S K E L D I
fjörðum og þeir hafa fjárfest
fyrir marga milljarða króna til
að koma sínu eldi á laggirnar.
Ég hygg að um það bil 4 til
5000 tonn af fiski séu í
sjókvíum hér á svæðinu og
það ánægjulega er að tölu-
verð aukning virðist vera í
sjónmáli.“
40 þúsund tonna framleiðsla
möguleg
Shiran segir að mikil tækifæri
séu fyrir hendi í fjórðungnum
þegar kemur að fiskeldi en
leggur áherslu á að það þurfi
að vera vel skipulagt. „Það
má áætla að hægt sé að ala
um 40 þúsund tonn í þeim
fjörðum sem þykja hentugir í
eldi, en að mörgu er að
hyggja og við viljum fara var-
lega. Það þarf að skoða ýmsa
þætti í umhverfinu, menn
hafa áhyggjur af laxalús, sjúk-
dómum og ýmsu þess háttar
sem fara þarf vandlega yfir.
Það er betra að fara með gát í
þessum efnum og byggja upp
samkeppnishæfni svæðisins í
fiskeldi hægum og öruggum
skrefum með faglegum og
vísindalegum vinnubrögð-
um,“ segir Shiran.
Sá vöxtur sem framundan
er í þessari grein hér á landi
var mikið ræddur á ráðstefnu
í haust um fiskeldi á Vest-
fjörðum. Fram kom að inn-
viðir stjórnkerfisins virðist þó
á mörgum sviðum illa undir-
búnir fyrir þá uppbyggingu,
t.d. sé grunnþekking á um-
hverfisþáttum og burðarþoli
strandsvæða takmörkuð. Því
sé nauðsynlegt að efla rann-
sóknir. Shiran segir að þar
sem tækifæri séu talin mikil í
atvinnugreininni fyrir vestan
hafi félagið í samstarfi við
Fiskeldisklasa Vestfjarða
ákveð ið að efna til ráðstefn-
unnar og hún geti orðið mik-
ilvægt skref til að efla sam-
starf milli aðila, svo sem
stjórnsýslu, rannsóknastofn-
ana og fyrirtækja. Þróun fisk-
eldis geti orðið farsæl hér á
landi líkt og hjá nágranna-
þjóðum okkar.
Gæti skapað atvinnu fyrir
6-700 manns auk hliðarstarfa
Shiran bendir á að Vestfirðir
byggi sína afkomu á hefð-
bundnum veiðum og vinnslu
á bolfiski, vaxtartækifæri í
þeirri grein séu takmörkuð
„Fyrir strandsvæði eins og Vestfirði, með þetta háa hlutfall jaðarbyggða, þá er
fiskeldi vaxtargrein sem mun stækka í framtíðinni og getur orðið lykill að bættri
efnahagslegri velferð,“ segir Shiran Þórisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar-
félags Vestfjarða.
Fiskeldi á Vestfjörðum er talið geta skapað 6-700 manns atvinnu.
Múlavegur 18 / 625 Ólafsfjörður
Njarðarnes 2 / 603 Akureyri
Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar jólahátíðar
og gæfu á komandi ári
velfag.is