Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 62

Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 62
62 K R O S S G Á T A Ú T F L U T N I N G U R Í nýrri skýrslu Sjávarklasans um umfang sjávarútvegs á Ís- landi í hagkerfinu kemur fram að framlag til landsfram- leiðslu var 28,4% árið 2012. Þetta hlutfall hefur hækkað úr 25,6% árið 2010. Áætlað er í skýrslunni að sjávarklas- inn standi nú undir 25-35 þúsund störfum eða sem svar- ar 15-20% vinnuafls á Íslandi. Útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða er talið hafa veirð tæpir 270 milljarðar króna í fyrra, eða meira en nokkru sinni áður. Skýrsluhöf- undar segja að saman hafi farið lágt raungengi krónu og hækkandi verð á mörkuðum, auk bættrar aflanýtingar og vaxandi getu íslenskra fyrir- tækja til að bjóða verðmæta vöru árið um kring. Líftækni og aukaafurðir skila milljörðum Einn af þeim þáttum sem tengjast sjávarútvegi og hafa verið í sókn undanfarin ár er fullvinnsla og nýting aukaaf- urða sem falla til við hefð- bundna vinnslu. Líftæknifyrir- tæki falla undir þessa skil- greiningu. Fram kemur að heildarvelta helstu fyrirtækja sem falli undir þessa hafi ver- ið um 22 milljarðar í fyrra og hafði aukist um 17% frá árinu áður. Svipaða sögu er að segja um vöxt tæknifyrirtækja sjáv- arklasans sem talinn er hafa vaxið um 13% og hafa velt um 66 milljöðrum króna. Flutningar og tengd starfsemi telja skýrsluhöfundar að hafi vaxið um 17 milljarða í fyrra en í prósentum talið er vöxt- ur í fiskeldi hvað mestur eða hátt í 60% milli ára. Greinin er hins vegar lítil að umfangi en mjög vaxandi, ef marka má fjárfestingaráform í grein- inni. Aflaverðmæti upp úr sjó er metið á 160 milljarða króna í fyrra og hefur að raunvirði farið vaxandi síðustu ár. Framleiðni með því besta í heiminum „Framleiðni í íslenskum sjáv- arútvegi er með því besta sem gerist í heiminum og ís- lensk sjávarútvegs- og fisk- vinnslufyrirtæki leggja nú sí- fellt meiri áherslu á fram- leiðslu ferskra gæðaafurða og hámarksnýtingu hráefnis, þó alltaf megi gera betur í þeim efnum. Þróun í átt að lóðréttri samþættingu, þar sem ein- stök fyrirtæki ná yfir og stjórna fleiri þáttum virðis- keðjunnar, hefur meðal ann- ars gert þessa auknu verð- mætasköpun mögulega og bætt hæfni íslenskra fyrir- tækja til að mæta þörfum við- skiptavina sinna,“ segir í skýrslu Sjávarklasans. Vaxandi umfang sjávarútvegsins á Íslandi: Verðmæti útfluttra afurða hafa aldrei verið meiri Sjávarútvegur á Íslandi er nú talinn standa undir 25-35 þúsund störfum. Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.