Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Síða 62

Ægir - 01.09.2013, Síða 62
62 K R O S S G Á T A Ú T F L U T N I N G U R Í nýrri skýrslu Sjávarklasans um umfang sjávarútvegs á Ís- landi í hagkerfinu kemur fram að framlag til landsfram- leiðslu var 28,4% árið 2012. Þetta hlutfall hefur hækkað úr 25,6% árið 2010. Áætlað er í skýrslunni að sjávarklas- inn standi nú undir 25-35 þúsund störfum eða sem svar- ar 15-20% vinnuafls á Íslandi. Útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða er talið hafa veirð tæpir 270 milljarðar króna í fyrra, eða meira en nokkru sinni áður. Skýrsluhöf- undar segja að saman hafi farið lágt raungengi krónu og hækkandi verð á mörkuðum, auk bættrar aflanýtingar og vaxandi getu íslenskra fyrir- tækja til að bjóða verðmæta vöru árið um kring. Líftækni og aukaafurðir skila milljörðum Einn af þeim þáttum sem tengjast sjávarútvegi og hafa verið í sókn undanfarin ár er fullvinnsla og nýting aukaaf- urða sem falla til við hefð- bundna vinnslu. Líftæknifyrir- tæki falla undir þessa skil- greiningu. Fram kemur að heildarvelta helstu fyrirtækja sem falli undir þessa hafi ver- ið um 22 milljarðar í fyrra og hafði aukist um 17% frá árinu áður. Svipaða sögu er að segja um vöxt tæknifyrirtækja sjáv- arklasans sem talinn er hafa vaxið um 13% og hafa velt um 66 milljöðrum króna. Flutningar og tengd starfsemi telja skýrsluhöfundar að hafi vaxið um 17 milljarða í fyrra en í prósentum talið er vöxt- ur í fiskeldi hvað mestur eða hátt í 60% milli ára. Greinin er hins vegar lítil að umfangi en mjög vaxandi, ef marka má fjárfestingaráform í grein- inni. Aflaverðmæti upp úr sjó er metið á 160 milljarða króna í fyrra og hefur að raunvirði farið vaxandi síðustu ár. Framleiðni með því besta í heiminum „Framleiðni í íslenskum sjáv- arútvegi er með því besta sem gerist í heiminum og ís- lensk sjávarútvegs- og fisk- vinnslufyrirtæki leggja nú sí- fellt meiri áherslu á fram- leiðslu ferskra gæðaafurða og hámarksnýtingu hráefnis, þó alltaf megi gera betur í þeim efnum. Þróun í átt að lóðréttri samþættingu, þar sem ein- stök fyrirtæki ná yfir og stjórna fleiri þáttum virðis- keðjunnar, hefur meðal ann- ars gert þessa auknu verð- mætasköpun mögulega og bætt hæfni íslenskra fyrir- tækja til að mæta þörfum við- skiptavina sinna,“ segir í skýrslu Sjávarklasans. Vaxandi umfang sjávarútvegsins á Íslandi: Verðmæti útfluttra afurða hafa aldrei verið meiri Sjávarútvegur á Íslandi er nú talinn standa undir 25-35 þúsund störfum. Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.