Ægir - 01.09.2013, Blaðsíða 8
8
Hagnaður íslensks sjávarút-
vegs nam á árinu 2012 um 49
milljörðum króna sem er ívið
meira en árið 2011. Fjárfest-
ing greinarinnar jókst og nam
um 18 milljörðum króna á
sama tíma og hún greiddi nið-
ur skuldir um nærfellt 30
milljarða króna. Þorvarður
Gunnarsson, forstjóri Deloitte,
segir tölur sem fyrirtækið hef-
ur unnið upp úr reikningum
þorra fyrirtækja sem ráða yfir
aflaheimildum sýna að fyrir-
tæki í greininni séu að styrkj-
ast og þar með greinin sem
heild.
Aukinn hagnaður
„Við byggjum okkar tölur á
reikningum fyrirtækja sem
ráða yfir um 88% af varanleg-
um heimildum og getum því
fengið raunsanna mynd af
því sem er að gerast í sjávar-
útvegi. Okkar niðurstaða er
sú að EBITA fyrir árið 2012
var 76-77 milljarðar króna,
samanborið við 74 milljarðar í
EBITA á árinu 2011. Afkoman
er því ívið betri milli ára,“
segir Þorvarður en með
EBITA er átt við afkomu fyrir-
tækja áður en tekið er tillit til
vaxtagreiðslna og vaxtatekna,
skattgreiðslna og afskrifta. Sé
litið til hagnaðar var hann um
49 milljarðar í fyrra en um 45
milljarðar árið 2011. Þorvarð-
ur segir að taka verði í þessa
mynd að inn í reikninga um-
ræddra tveggja ára komi stak-
ar aðgerðir á borð við endur-
reikning ólögmætra erlendra
lána sem hækki hagnaðartöl-
una. Séu þeir liðir teknir út sé
afkoman í fyrra um 36 millj-
arðar í hagnað.
Fjárfestingar aukast - skuldir
lækka
Reikningar fyrirtækjanna end-
urspegla hækkandi afskriftir í
takti við auknar fjárfestingar
sem Þorvarður segir hafa ver-
ið um 18 milljarða króna í
fyrra. Fjárfestingar greinarinn-
ar hafa verið mjög litlar síð-
ustu ár „en aukningin sýnir
aukna bjartsýni og er ánægju-
leg þróun. Fjárfestingaþörf
hefur safnast upp en að okk-
ar mati þarf hún að vera að
lágmarki um 20 milljarðar
króna á ári til viðhalda sjálfri
sér. Samkvæmt þessu er fjár-
Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte:
Sjávarútvegurinn
er að eflast
Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte. „Ánægjulegt að sjá fjárfestinguna ná sér á strik í sjávarútvegi og að skuldir haldi áfram að lækka á sama tíma.“
R E K S T U R