Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Síða 35

Ægir - 01.09.2013, Síða 35
35 F I S K V E I Ð I L Ö G J Ö F I N hóp manna í samfélaginu og byggja á tilteknum efnis- legum mælikvörðum. Ríkis- sjóður fær endurgjaldið sem skattþegnanum ber að inna af hendi. Ekki er gerð krafa um að ríkissjóður inni af hendi gagngjald á móti álagn- ingu gjaldanna, svo sem með þjónustustarfsemi. Réttarör- yggissjónarmið leiða því til þeirrar niðurstöðu að veiði- gjöld séu skattar. Yfirlýsingar um sameign þjóðar eða þjóð- areign á óveiddum og vörslu- lausum nytjastofnum sjávar hagga þessu ekki. Þegar fjallað er um skatt- heimtu, bæði almennt og í einstökum tilvikum, verður til þess að líta að það er löggjaf- ans að ákveða fyrirkomulag skatta, svo sem hvenær, hvort og í hvaða mæli leggja skuli þá á. Dómstólar hafa jafnan eftirlátið löggjafanum rúmt svigrúm á sviði skattamála enda geta rök fyrir skattlagn- ingu verið margs konar. Að jafnaði samrýmist það ákvæð- um stjórnarskrárinnar að leggja skatt á þá sem stunda tiltekna atvinnustarfsemi. Af þessu leiðir að eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar stendur því ekki í vegi að sjávarútvegur sé sérstaklega skattlagður. Eigi að síður get- ur slík skattlagning, í undan- tekningartilvikum, brotið í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, svo sem ef skattlagningin er tilviljunar- kennd og afar íþyngjandi eða leiðir í raun og veru til eign- arnáms. Með hliðsjón af því að á fiskveiðiárunum 2012/2013- 2013/2014, hafa verið í gildi bráðabirgðaákvæði um álagn- ingu sérstaks veiðigjalds, tel ég að skipan bæði almenns og sérstaks veiðigjalds, fyrir þessi fiskveiðiár, samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, þar með talið eignarréttar- ákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi Áss. - Verða Íslendingar ekki tilneyddir að skattleggja sjáv- arútveginn ef svo færi að Ís- land yrði fullgildur aðili inn- an Evrópusambandsins? ,,Nei. Slík stefnumótun er háð pólitísku mati. Engin lagaleg nauðsyn krefst slíkrar skattlagningar ef til þess kem- ur að Ísland gangi inn í Evr- ópusambandið.“ - Deilt hefur verið árum saman um ágæti kvótakerfis- ins. Er ekki slæmt út á við að lögin séu svo óljós, jafnvel ruglingsleg, að enn í dag sé deilt um lögmæti þeirra? Má gera sér vonir um að málið verði til lykta leitt á þessu kjörtímabili? ,,Ég tel að íslenska fisk- veiðilöggjöfin sé flókin en hún er það einnig í öðrum ríkjum, svo sem í Noregi og í Evrópusambandinu. Eðlilegt er í lýðræðisríki að deilt sé Helgi Áss Grétarsson staddur við gömlu Reykjavíkurhöfnina. Þar koma og fara nánast á hverjum degi fiskiskip af öllum stærðum og gerðum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.