Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 16
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Haíi nokkru sinni leiftrað af eldtungu í íslenzkri ljóðlist, þá var jjað þegar
Davíð Stefánsson lióf þar flugið á sínum „svörtu fjöðrum“. Og það varð langt
og leikandi flug. Heimasæturnar stóðu á hlaðinu, fullar eftirvæntingar og
hlustuðu á jjessa nýju, endurleysandi tungu. Jafnvel karlarnir, feður þeirra,
kinkuðu ruglaðir kollinum og fyrirgáfu þeim. Enginn stóðst þennan magnaða
söng. Víkingurinn frá Fagraskógi fór með ærslum um útnes og afdali, gerði
usla í hverju koti og hugskoti, loft varð þrungið bríma og sindrum - þetta var
einmitt tónninn sem okkar lífsþyrsta unga ísland vantaði.
Því sannur víkingur var Davíð á þeirri tíð: í senn uppreisnargjarn og her-
skár, drenglundaður og fullur samúðar hjó hann spennandi strandhögg í
draumalandi borgarastéttarinnar - boðberi einstaklingsfrelsisins án samninga.
Hann var sá mikli funi sem þjóðfrelsisheimtin kveikti, munuðþrá langsoltinna
kynslóða í björtu báli, æfintýrið í fyllingu.
Enda Jjótt Davíð liafi aldrei verið bendlaður við sósíalisma í venjulegri
merkingu hefur viðhorf hans til alþýðunnar, smælingjans, jafnan verið gætt
sárri og lifandi tilfinningu húmanísks bændahöfðingja fyrir tengslum manns
og moldar í önn sem harmi. Mitt í félagslegum átökum rísandi stétta hefur þessi
ástsæli uppreisnarmaður verið einfari - en nógu heitur og sannur til að snerta
við hverju íslenzku hjarta.
Eldtungan hefur nú um skeið þokað að mestu fyrir ró og heiði jökulbjarm-
ans - sveitin með bók sína og arfleifð er komin í stað liins tryllandi seiðs um-
brotaáranna. Æfintýrið er á leið yfir í þjóðsöguna. Hið staðfasta óðal hefur
kallað soninn heim og gefið ólgandi blóði lians angurmildan frið. I andrúmi
þess unir hann nú trúr sínum uppruna svo sem gerðu feður vorir löngum eftir
harða og glæsta víkingu.
Islenzk tunga og íslenzk menning eiga honum mikið að Jjakka — íslenzk jjjóð
gerði hann að miðli og öðlingi sinna heitustu óska á morgni stórbrotinna alda-
hvarfa.
Hann mun lengi lifa.
6