Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 73
Á páskum 1954
og það eru þá líka fyrst og fremst
vopn, sem í norrænum gröfum finn-
ast. Já, um allar jarðir var þvi trúað,
að um einhvers konar f.amhaldslíf
væri að ræða, en jafnan var sú trú
býsna jarðbundin. En svo kom Jesús
fram, og boðaði æðri sjónarmið en
rnenn höfðu áður þekkl Lærisveina
sína bjó hann undir það, að leggja á
lífið æðri og andlegri mælikvarða en
áður hafði verið gert. Hann kenndi
þeim að allt sem við ber skuli nreta
eftir því eilífðargildi sem það Jiafi.
Og fyrst og fremst skuli þó nræla lífið
sjálft á þennan mælikvarða.
Og Jesús sjálfur lét líf sitt fvrir
sjónum lærisveina sinna, það var
ekkert vafamál, að hann var látinn,
þeir þurftu ekki annarra sögusagna
um það, þar var um það mál að ræða,
sem ekki varð efazt um. En svo sjá
þeir hann allt í einu aftur, ekki aðeins
einn þeirra, þannig að hugsanlegt sé
að um skynvillu sé að ræða, nei, þeir
eru allir saman, og þeir sjá hann allir.
Og það er þó enn meira sem gerist,
þeir ekki aðeins sjá hann, heldur og
tala við hann, þeir meira að segja
þreifa á honum. Þess er jafnvel getið
að þeir hafi þreifað á nýlegum sárum
hans, til þess að ganga sem bezt úr
skugga um að ekki gæti verið um
neina skynvillu að ræða. Nei, það
varð ekki um það efazt að Jesús var
upprisinn. Fyrir honum var vissu-
lega um framhaldslíf að ræða. En það
virðist svo, sem snemma hafi farið að
bóla á því innan kristninnar, að Jesús
væri annars eðlis en aðrir menn. Við
könnumst nú vel við þá kenningu, og
við erum því vön að hún sé sett í sam-
band við getnað hans og fæðingu.
Þess verður nú ekki vart að frum-
kristnin hafí verið í neinum vanda
stödd hvað þessa hluti snertir, enda er
fremur ólíklegt að t. d. söfnuðir þeir
sem Páll postuli stofnaði, hafi haft
nukkrar spurnir af þessum undarlegu
kenningum um uppruna Jesú. En það
er þá Hka einmitt í sambandi við upp-
risuna að efasemdirnar koma fram.
Jú menn vissu það að Jesús hafði sigr-
azt á dauðanum, en var það ekki
vegna þess, að hann hafði verið ann-
ars eðlis en aðrir menn? Það er þetta,
sem þeir eru bersýnilega að velta fyrir
sér, hinir kristnu menn í Korintuborg.
Þeim finnst það svo óvenjulegt, þetta
sem gerzt hefur í sambandi við upp-
risu Jesú, að þeir eiga erfitt með að
koma því fyrir innan hins þekkta
ramma mannlegs lífs. Og ef það ekki
kemst fyrir innan hans, þá er að leita
útfyrir það mannlega. Þeir eru líka
upp aldir í þeim hugarheimi, þar sem
svo að segja jöfnum höndum var gert
ráð fyrir mönnum sem væru almann-
legir í allar ættir, og svo öðrum, sem
væru goðkynjaðir að meira eða
minna leyti. Nei, það var ekki að
undra, þó mönnum sem aldir voru upp
í grískum hugarheimi, gæti komið það
til hugar að Jesús ætti sér annað eðli
en aðrir menn. En þegar svo til kem-
63