Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
dagsins — Hús dagsins þessa dimniu nótt — íJú ert liús dagsins, himinn og
jörð. LjóSið kliðar af hógværum stuðlum og mjúkum hendingum, og allt snið
bragsins, svipur hans og fas ljómar af bjartsýni — heiðríkri og öruggri bjart-
sýni:
Flýgur eldurinn til annnrra skóga
í augum fuglanna,
kveikir græn ljós í greinum,
Alltof mörgum íslenzkum skáldum hefur hætt til þeirrar fásinnu að binda í
kvæði sín þá túlkun, sein þeim sjálfum kann að vera mest í mun að koma á
framfæri. Það er að jafnaði ömurlegt að horfa uppá kvæði taka til að útlista
sjálft sig, og það jafnvel kvæði sem annars gæti verið gott. En auk þess er vís-
ast að túlkunin sé röng, því allar líkur standa til að slík „innbyggð“ útskýring
nái of skammt eða sé of einhliða, ef kvæðið er á annað borð nokkur skáldskap-
ur. Það er að vísu hastarlegt að bera fólki á brýn að það skilji ekki sín eigin
kvæði, en því miður eru alltof mörg dæmi þess að höfundur misþyrmi kvæði
sínu vegna þess að hann treystir ekki sinum eigin skáldskap, eða hann bindur
það af öðrum ástæðum of fast við sín einkasjónarmið og sviptir það á þann
hátt almennu gildi.
Ekkert slíkt gat hvarflað að svo þroskuðum listamanni sem
Snorra Hjartarsyni. Og þessvegna höfum við hvert og eitt, sem lesum ljóðið
Dans, túlkun þess í hendi okkar; ekkert er því til hindrunar að við gerum það
að okkar eigin eign, hversu ólík sem við erum og hvað svo sem okkur kann að
bera á milli. Hver sem á annað borð á sér einhverja von, háleita trú eða göf-
uga hugsjón, hlýtur að fyllast fögnuði við lestur þessa yndislega ljóðs.
Ég fletti
blaði; og þarna er smáljóð, ein ferhenda, Þrá mín var ung, sannkölluð ger-
semi, ein hin fegursta í íslenzkum nútímaljóðum, þetta undarlega tvihvarf
fagnaðar og trega; hin unga þrá bjó í draumi skáldsins og heillaði álengdar
með sínu ósnortna yndi; og nú er hnossið höndlað — keypt við unaði draums-
ins! Hver er þessi þrá? Því ráðum við livert og eitt, sem höfum þegið af skáld-
inu þetta ljóð:
Þrá mín var ung og hló í tærum hyljum
hafmey í hlænum, dansmey í laufskála vorsins.
Nú býr hún hjá mér, þögnin vakir þar
sem þaut í skógum.
Það er útaf fyrir sig gaman að hyggja að hrynjandinni í þessuni fjórum ljóð-
línum. Þrjár þeirra eru raunár fimm-jamba-línur, en þó með því fráviki að í
78