Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 102
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
þvert yfir livert ]iað land, sem bundið er
hagkerfi auðvaldsins, og skiptir engu máli,
hvort landið er fullvalda ríki eða uýlenda.
Kalda stríðið er nefnilega ekki aðeins ut-
anríkismál. Það er jafnvel ekki síður inn-
anríkismál. Valdhafarnir heyja ekki aðeins
kalt stríð við Rússa og Kínverja og aðra
vonda erlenda menn, heldur eiga þeir í lát-
lausu stríði við fólkið á hænum. Þegar hús-
hændumir ræðast sjálfir við, fara þeir ekki
dult með, hvers eðlis það er, þetta kalda
stríð, sem þeir hafa háð af slíkri hugprýði
og fómfýsi í heilan áratug. Forstjóra banda-
ríska auðfélagsins General Electric Comp-
any, herra Philip D. Reed, fórust svo orð í
ræðu, er hann flutti stéttarbræðrum sínum
14. janúar 1947: „Ef oss tekst ekki með 511-
um ráðum að styrkja meginreglur hins
ameríska hagkerfis um allan heim, þá er
oss sá voði búinn að glata þeim bæði heima
og erlendis." Þegar þess er gætt, að fjórði
liluti mannkynsins hefur varpað meginregl-
um hins ameríska hagkerfis fyrir borð, og
virðist ekki hafa sakað, þá verður skiljan-
legri sá ótti, sem gripið hefur hina stæri-
látu bandarísku atvinnurekendur. En hverj-
ar eru þá þessar meginreglur hins ameríska
hagkerfis, sem eru svo mikils háttar, að
stofna verður til lieimsstyrjaldar og borg-
arastyrjaldar í senn, svo að þær brotni ekki
í spón? Ég er ekki hagfræðingur og skal
ekki hætta mér út í hagfræðilegar leik-
mannsútlistanir. Svo er líka guði fyrir að
þakka, að Ríkisútvarpið hefur í þjónustu
sinni fríðan hóp ungra hagfræðinga, sem
svara fyrirspurnum hlustenda af vísinda-
legu hlutleysi og samvizkusemi. Forvitinn
hlustandi spurði til dæmis fyrir nokkrum
vikum um það, hvað hæft væri í þessu hjali
um kreppu í Bandaríkjunum. Hagfræðigoð-
svar Ríkisútvarpsins sagði, að það væri allt
í lagi um kreppuna í Bandaríkjunum. Þar
væru menn orönir svo lærðir í krcppumál-
unt, að þeir hlypu óðar til og gerðu þær ráð-
stafanir sem dygðu, ef eitthvað skyldi bera
á sinadrætti í hinu heilsuhrausta banda-
ríska hagkerfi. Fyrir nokkru var í banda-
rískum blöðum sagt frá einni kreppuráð-
stöfun Bandaríkjanna. Hún er ákaflega at-
hyglisverð og væri leitt, ef vér Islendingar
værum alls ófróðir um það, hvernig vernd-
arar vorir fara með þetta brothætta postu-
lín, sem nefnist meginreglur hins ameríska
hagkerfis.
Á öndverðu ári síðastliðnu tók að bera
á því, að vöruskemmur Bandaríkjanna
mundu tæplega geta hýst þær afurðir, sem
drupu úr bandarískum kúm. Kýrnar mjólk-
uðu nefnilega eins og þær vitlausar væru og
það var ekki örgrannt um, að menn mættu
heyra ofurlitla traustabresti í meginreglum
hins ameríska hagkerfis. En það var eins
og við manninn mælt: ríkisstjórnin gerði
sínar ráðstafanir! Hún gaf út tilskipun þess
efnis, að frá aprílmánuði fram í ágúst 1954
skyldi þurrmjólkin í skemmum stjórnar-
innar vera seld fyrir 20% af kostnaðar-
verði. Nú varð mikil gleði uppi með Banda-
ríkjamönnum, og lofuðu allir vísdóm stjórn-
arinnar. Ibúum Bandaríkjanna hafði fjölg-
að uni 20% á árunum 1942—1954, og marg-
ir mjólkurþyrstir munnar í landinu. En
samkvæmt skýrslum bandaríska landbún-
aðarráðuneytisins hafði mjólkumeyzla
landsmanna minnkað á þessum sömu ár-
um um 15%. Börn og munaðarleysingjar
blessuðu því ríkisstjórn sína fyrir mjólkur-
gjöfina. En í gleði sinni sást mönnum yfir
eitt lítið ákvæði í tilskipuninni. Þar var
nefnilega strengilega bannað að nota þessa
ódýru þurrmjólk til manneldis. Nei, þurr-
mjólkin skyldi gefin bandarískum kúm —
til þess að hækkaði í þeim nytin. Kaup-
menn tveir í New York hlutu stórsektir fyr-
ir að selja lítið eitt af þessari þurrmjólk
neytendum úr mannheimi, því að bandarísk
yfirviild gátu auðvitað ekki þolað það, að
gengið væri í gróðaskyni svo freklega á
92